Flokkun sundlauga

Málsnúmer 201304042

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 24.04.2013

Erindi dagsett 04.04.2013 þar sem fram kemur að sundlaugin á Hallormsstað uppfylli ekki ákvæði reglugerðar nr.814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Eftrfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skila úttektar- og ástandsskýrslu fyrir sundlaugina og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Erindi dagsett 04.04.2013 þar sem fram kemur að sundlaugin á Hallormsstað uppfylli ekki ákvæði reglugerðar nr.814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skila úttektar- og ástandsskýrslu fyrir sundlaugina og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.