Hjartarstaðarétt

Málsnúmer 201305170

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 58. fundur - 28.05.2013

Hjartarstaðarétt.
Fyrir liggur erindi frá Halldóri Sigurðsyni á Hjartarstöðum um þáttöku sveitarfélagins í kostnaði við nýja fjárrétt á Hjartarstöðum.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að gerður verði samningur við Halldór Sigurðsson um kostnaðarhlut sveitarfélagsins og notkun Hjartarstaðaréttar sem aukafjárréttar í Eiðaþinghá.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Fyrir liggur erindi frá Halldóri Sigurðsyni á Hjartarstöðum um þátttöku sveitarfélagins í kostnaði við nýja fjárrétt á Hjartarstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði samningur við Halldór Sigurðsson um kostnaðarhlut sveitarfélagsins og notkun Hjartarstaðaréttar sem aukafjárréttar í Eiðaþinghá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 59. fundur - 25.06.2013

Hjartarstaðarétt
Uppkast að samningi vegna mögulegrar aukaréttar á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá auk kostnaðarhlutdeildar Fljótsdalshéraðs í réttinni. Málið var áður á dagskrá 28. maí síðast liðinn.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlögð drög að samningi og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá undirritun samningsins.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Fyrir fundi umhverfis- og héraðsnefndar lá uppkast að samningi um mögulega aukarétt á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, auk upplýsinga um kostnaðarhlutdeild Fljótsdalshéraðs í réttinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarráð framlögð drög að samningi og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá undirritun samningsins.

Samþykk samhljóða með handauppréttingu.