Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

59. fundur 25. júní 2013 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Baldur Grétarsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Í upphafi óskar formaður eftir að bæta við fjórum liðum á dagskrá. Erindum sem var frestað og voru í vinnslu frá síðasta fundi; Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða málsnr. 201301245 og verður nr. 8 í dagskrá, Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða málsnr. 201301247 og verður nr. 9 í dagskrá, Kringisárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010 málsnr. 201301246 og verður nr. 10 í dagskrá. Hjartarstaðarétt málsnr. 201305170 og verður nr. 11 í dagskrá

Samþykkt með handauppréttingu

1.Vegurinn til Kóreksstaða

Málsnúmer 201306088

Vegurinn til Kóreksstaða
Erindi frá Aðalbjörgu Sigurðardóttur kt.210151-2309 um veginn til Kóreksstaða í Hjáltastaðarþinghá frá aðalvegi.

Erindi vísað til afgreiðslu á erindi nr. 2

2.Styrkvegir 2013

Málsnúmer 201304060

Styrkvegir 2013
Svarúthlutun við styrkvegaumsókn frá Vegagerðinni þar sem Vegagerðin samþykkir að úthluta til styrkvega á Fljótsdalshéraði kr. 2.500.000
Undir málinu eru tvö erindi frá íbúum Fljótdalshéraðs sem varðar styrkvegaúthlutunina. Annars vegar erindi frá Ingva Ingvarssyni í Svínafelli vegna framhaldsins af Kóreksstaðavegi í Jórvík hvort möguleiki sé að fá styrk til að lagfæra veginn.
Hins vegar erindi frá Aðalsteini Jónssyni í Klausturseli vegna vegar frá Hákonarstaðabrú og á miðja Fljótsdalsheiði að sveitarfélagsmörkum. Vegurinn hefur áður verið lagfærður fyrir styrkvegafé og spurning hvort möguleiki sé að fá styrk til að lagfæra hann.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að veita í viðhald á vegi í Kóreksstaði kr. 150.000.-, í viðhald á vegi i Jórvík kr. 50.000.-, í viðgerð á vegi frá Hákonarstaðabrú áleiðis austur á Fljótsdalsheiði kr. 200.000.-
Lagfæring og viðhald á slóð úr Fram-Fellum upp á austanverða Fellaheiði og slóð sem tengir Fella- og Fljótsdalsheiði við Klausturselsveg kr. 1.900.000.-
Umsjónarmaður með framkvæmdum og annar kostnaður kr. 200.000.-

Samþykkt með handauppréttingu

3.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi frá Guðbjörgu Stellu Árnadóttur hjá umhverfisstofnun um skil á magntölum úrgangs.

Öllum umbeðnum gögnum var skilað til stofnunarinnar innan tímamarka sem getið er í erindinu.

Samþykkt með handauppréttingu.

4.Vegagerðin - Ýmis mál

Málsnúmer 201306092

Vegagerðin - Ýmis mál

Umhverfis- og héraðsnefnd fer þess á leit við Vegagerðina að endurskoða ákvörðun sína varðandi skilgreiningu Brennistaðavegar.

Fyrir u.þ.b. níu árum voru gerðar töluverðar lagfæringar á umræddum vegi sem urðu til þess að vegfarendur fóru að nota þessa leið í auknum mæli. Í dag fara ábúendur á Brennistöðum nánast alfarið sinna ferða eftir þessum vegi og auk þess nota veginn reglulega aðilar eins og landpóstur, mjólkurbíll og skólabíll, enda styttir þessi kafli leiðir umtalsvert fyrir þessa aðila.

Ákveðið var árin 2011 og 2012 að veita fé úr styrkvegasjóði til lagfæringa á veginum, en nefndin leggur á það áherslu að framvegis verði honum viðhaldið ásamt öðrum héraðsvegum.

Þar sem styrkvegafé er af skornum skammti ítrekar nefndin óskir sínar um endurskilgreiningu á veginum milli Gilsársteigs og Brennisstaða í Eiðaþinghá.
Finna má dæmi á Héraði þar sem hliðstæðir vegir eru flokkaðir sem héraðsvegir.

Þar sem umferð hefur beinst í svo auknum mæli á þennan veg eftir lagfæringarnar, er viss ábyrgðarhluti að sinna viðhaldi hans með takmörkuðu styrkvegafé.

Það er með öryggi og hagsmuni vegfarenda að leiðarljósi sem þetta er lagt til.

Nefndin telur lága úthlutun úr styrkvegasjóði til Fljótsdalshéraðs vera í hróplegu ósamræmi við umfang styrkvegakerfisins og viðhaldsþörf þess í víðfeðmasta sveitarfélagi landsins.

Ennfremur bendir nefndin Vegagerðinni á það að nauðsynlegt er að fara meðfram vegum í sveitarfélaginu eftir að snjóa leysir og hreinsa upp laskaðar vegstikur sem liggja eins og hráviði meðfram vegum víðs vegar um sveitarfélagið.

Samþykkt með handauppréttingu

5.Fallryksmælingar vi Háslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði 2012

Málsnúmer 201305177

Fallryksmælingar vi Háslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði 2012

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar erindinu og óskar eftir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á næsta reglulega fund nefndarinnar og kynni innihald skýrslunnar og svari fyrirspurnum.

Samþykkt með handauppréttingu

Eyrún vék af fundi 19:05

6.Áhrif gruggs á vatnalífríki Glúmsstaðadalsár og Hrafnkelsár /Niðurstöður vöktunar 2012

Málsnúmer 201305178

Áhrif gruggs á vatnalífríki Glúmsstaðadalsár og Hrafnkelsár /Niðurstöður vöktunar 2012

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar erindinu og óskar eftir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á næsta reglulega fund nefndarinnar og kynni innihald skýrslunnar og svari fyrirspurnum.

Samþykkt með handauppréttingu

7.Vöktun hreindýrastofnsins 2012 og tillaga Náttúrustofu Austurlands um veiðikvóta og ágangssvæði 2013

Málsnúmer 201306090

Vöktun hreindýrastofnsins 2012 og tillaga Náttúrustofu Austurlands um veiðikvóta og ágangssvæði 2013

Lagt fram til kynningar


8.Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða

Málsnúmer 201301245

Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða

Umhverfis- og héraðsnefnd óskar eftir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á næsta reglulega fund nefndarinnar og kynni innihald skýrslunnar og svari fyrirspurnum.

Samþykkt með handauppréttingu

9.Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða

Málsnúmer 201301247

Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar erindinu og óskar eftir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á næsta reglulega fund nefndarinnar og kynni innihald skýrslunnar og svari fyrirspurnum.

Samþykkt með handauppréttingu

10.Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010

Málsnúmer 201301246

Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar erindinu og óskar eftir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á næsta reglulega fund nefndarinnar og kynni innihald skýrslunnar og svari fyrirspurnum.

Samþykkt með handauppréttingu

11.Hjartarstaðarétt

Málsnúmer 201305170

Hjartarstaðarétt
Uppkast að samningi vegna mögulegrar aukaréttar á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá auk kostnaðarhlutdeildar Fljótsdalshéraðs í réttinni. Málið var áður á dagskrá 28. maí síðast liðinn.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlögð drög að samningi og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá undirritun samningsins.

Samþykkt með handauppréttingu.

Fundi slitið.