Styrkvegir 2013

Málsnúmer 201304060

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 56. fundur - 09.04.2013

Styrkvegir 2013
Vegagerðin kallaði eftir umsókn Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sækja um fjármagn fyrir eftirfarandi framkvæmdum í styrkvegasjóð Vegagerðar Ríkisins.

Bera ofan í slóð sem tengir Fella- og Fljótsdalsheiði og Klausturselsveg 1.500.000.-

Lagfæra slóð úrFram-Fellum upp á austanverða Fellaheiði 1.000.000.-

Lagfæra slóð upp frá Fjallaskarðskofa upp í Fjallaskarð 2.000.000.-

Smalaslóði á Fjarðaheiði 500.000.-

Slóði á Héraðsand 800.000.-

Lagfæring á vegi upp með Axará að Ódáðavötnum 900.000.-

Almennt viðhald vega t.d. Smjörvatnsheiði, útsýnisskífa á vestari Fjallgarði, Hellisheiði/Kattardalur, Gaukstaðir og fl. 3.000.000.-

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sækja um fjármagn fyrir eftirfarandi framkvæmdum í styrkvegasjóð Vegagerðar ríkisins:

Bera ofan í slóð sem tengir Fella- og Fljótsdalsheiði og Klausturselsveg 1.500.000.- Lagfæra slóð úr Fram-Fellum upp á austanverða Fellaheiði 1.000.000.- Lagfæra slóð upp frá Fjallaskarðskofa upp í Fjallaskarð 2.000.000.- Smalaslóði á Fjarðarheiði 500.000.- Slóði á Héraðsand 800.000.- Lagfæring á vegi upp með Axará að Ódáðavötnum 900.000.- Almennt viðhald vega t.d. Smjörvatnsheiði, útsýnisskífa á vestari Fjallgarði, Hellisheiði/Kattardalur, Gaukstaðir og fl. 3.000.000.-

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 59. fundur - 25.06.2013

Styrkvegir 2013
Svarúthlutun við styrkvegaumsókn frá Vegagerðinni þar sem Vegagerðin samþykkir að úthluta til styrkvega á Fljótsdalshéraði kr. 2.500.000
Undir málinu eru tvö erindi frá íbúum Fljótdalshéraðs sem varðar styrkvegaúthlutunina. Annars vegar erindi frá Ingva Ingvarssyni í Svínafelli vegna framhaldsins af Kóreksstaðavegi í Jórvík hvort möguleiki sé að fá styrk til að lagfæra veginn.
Hins vegar erindi frá Aðalsteini Jónssyni í Klausturseli vegna vegar frá Hákonarstaðabrú og á miðja Fljótsdalsheiði að sveitarfélagsmörkum. Vegurinn hefur áður verið lagfærður fyrir styrkvegafé og spurning hvort möguleiki sé að fá styrk til að lagfæra hann.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að veita í viðhald á vegi í Kóreksstaði kr. 150.000.-, í viðhald á vegi i Jórvík kr. 50.000.-, í viðgerð á vegi frá Hákonarstaðabrú áleiðis austur á Fljótsdalsheiði kr. 200.000.-
Lagfæring og viðhald á slóð úr Fram-Fellum upp á austanverða Fellaheiði og slóð sem tengir Fella- og Fljótsdalsheiði við Klausturselsveg kr. 1.900.000.-
Umsjónarmaður með framkvæmdum og annar kostnaður kr. 200.000.-

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og héraðsnefndar að úthlutun þeirra 2,5 milljóna sem sveitarfélagið fékk frá Vegagerðinni til viðhalds styrkvega á árinu 2013. Bæjarráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sjá til þess að umrætt viðhald verði unnið í sumar og haust, meðan veðrátta hamlar ekki framkvæmdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 21.01.2014

Styrkvegir 2013
Gerð er grein fyrir stöðu styrkvega á framkvæmdarárinu 2013.

Kári Ólason mætti á fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Kára fyrir greinagerðina. Ljóst er að liðurinn fór fram úr áætlun á viðhaldsárinu 2013. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að verk hefjist tímanlega þannig að hægt sé að klára þau verk er liggja fyrir á styrkvegaáætlun.

Samþykkt með handauppréttingu

AÁ lætur bóka eftirfarandi:
Í Samþykkt um stjórn Fljótsdalshéraðs og fundarsköp bæjarstjórnar segir í 66. grein "og ekki má stofna til útgjalda eða greiða fé úr sveitarsjóði, nema heimild sé til þess í fjárhagsáætlun". Í fyrstu og annarri grein fyrsta kafla Reglna um ábyrgðamörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs, segir "Kjörnir fulltrúar og nefndarmenn starfa samkvæmt: (liður e.)-ákvörðunum, áætlunum og útgjaldarömmum sem bæjarstjórn samþykkir" Það sama á við um stjórnendur.
Ákvörðun um útgjöld umfram framlag ríkis til styrkvega hefur aldrei verið samþykkt, hvorki í bæjarstjórn né í Umhverfis- og héraðsnefnd. Undrun sætir að hægt sé að fara tæp 40% fram úr heimildum án þess að gripið sé í taumana. Til frekari vegsauka fyrir þá sem um framkvæmdina sáu, var að því er virðist lagt í framkvæmdir við styrkveg milli Kirkjubæjar og Gunnhildargerðis, sem ekki er tilgreindur í bókun nefndarinnar þann 25.júni 2013 um þá vegi sem leggja átti fé til.
Augljóst er að setja þarf skýrar reglur af hálfu hreppsins um framkvæmd styrkvegagerðar. Hún gæti t.d. innihaldið:
a) Ítarlega kostnaðaráætlun. Við gerð hennar má til dæmis nota einingar eins og: klukkustundir, rúmmetra (efnis) og kílómetra (ekna). Hér mætti setja ákvæði um vikmörk, t.d. hámark 10% á hvern verklið fyrir óvissuþætti.
b) Fá ábendingar bréflega um æskilegar framkvæmdir.
c) Að ný slóðagerð fari í einhverskonar skipulagsferli.
d) Áfangaskýrsla, ef við á, og lokaskýrsla skrifleg.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Styrkvegir 2013
Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar var gerð grein fyrir stöðu styrkvega á framkvæmdarárinu 2013.
Kári Ólason mætti þar á fundinn undir þessum lið.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ljóst er að liðurinn fór nokkuð fram úr áætlun á viðhaldsárinu 2013. Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og ítrekar mikilvægi þess að verk hefjist tímanlega, þannig að hægt sé að klára þau verk er liggja fyrir á styrkvegaáætlun viðkomandi árs. Jafnframt er mikilvægt að halda sig innan útgjaldaramma í þessum framkvæmdum sem öðrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarfulltrúar L- og D-lista leggja áherslu á að áætlanir vegna styrkvegagerðar séu vandaðar, farið sé að lögum og reglum sem um þetta gilda, farið sé eftir þeim bókunum sem Umhverfis- og héraðsnefnd hefur gert
hverju sinni og gerð sé áætlun um þessar framkvæmdir til fleiri ára í senn.
Ekki er ásættanlegt að farið sé í framkvæmdir sem nefndin hefur ekki samþykkt.