Skilgreining á hænsnahaldi í þéttbýli.

Málsnúmer 201203135

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 24.09.2013

Málið var áður á dagskrá á fundi nefndarinnar þann 27.ágúst síðastliðinn. Skilgreining á hænsnahaldi í þéttbýli. Farið hefur fram umræða í bæjarstjórn um drög að reglum um hænsnahald í þéttbýli á Fljótsdalshéraði og var erindinu vísað aftur til nefndar.

Umhverfis- og héraðsnefnd hefur gert breytingar á reglunum í samræmi við athugasemdir sem bárust við drögin. Nefndin samþykkir breytt drög að Samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt með handauppréttingu