Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

240. fundur 11. september 2013 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer Vakta málsnúmer

1.1.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja fyrstu drög að aðgerðaáætlun sem styðja eiga við eflingu ferðaþjónustu og verslunar á Héraði, sem atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hefur tekið saman í kjölfar samstarfsvinnu hagsmunaaðila og Fljótsdalshéraðs. Draga má tillögurnar í aðgerðaáætluninni saman í sex meginþætti sem allir hafa áhrif á það að gera Héraðið að enn áhugaverðari og betri áfangastað ferðamanna svo og íbúa og gesta Austurlands sem sækja verslun og þjónustu til Fljótsdalshéraðs. Þessi meginþættir eru:

Umhverfi og aðkomuleiðir að þéttbýlinu
Uppbygging og ásýnd miðbæjar
Merkingar og vegvísar
Áfangastaðir og uppbygging þeirra
Vörumerki og markaðssetning
Vöruþróun, þjónusta og samstarf hagsmunaaðila

Lagt fram til kynningar.

1.2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

1.3.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022Vakta málsnúmer

Á fundi atvinnumálanefdar var rædd þjónusta tjaldsvæðisins á Egilsstöðum í sumar. Einnig var farið yfir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins þannig að það geti m.a. tekið á móti fleiri gestum.

Atvinnumálanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldsvæðisins sé eins og samningar við rekstraraðila kveða á um.

Þá leggur nefndin áherslu á að í fjárhagsáætlun Eignasjóðs fyrir 2014 verði gert ráð fyrir þeim verkefnum á tjaldsvæðinu sem grein er gerð fyrir í viðhalds- og fjárfestingaáætlun atvinnumálanefndarinnar fyrir næsta ár.

Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldstæðisins sé í góðu horfi. Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar.

1.4.FaroExpo

Málsnúmer 201205194Vakta málsnúmer

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og telur tækifæri geta falist í viðskiptum við Færeyjar, fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu. Bæjarráð hvetur fyrirtæki á Fljótsdalshéraði til að kynna sér fyrirtækjastefnumótið Faroexpo sem haldið verður í Runavík í Færeyjum í október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarráð að þau fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku verði styrkt með því að aðstoða þau við skipulagningu og aðkomu að einum "bás" án endurgjalds. Kostnaður vegna þátttökugjalds á Faroexpo verði tekinn af lið 13.81.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.6.Nordiske træbyer

Málsnúmer 201204102Vakta málsnúmer

Fyrir fundi atvinnumálanefndar lá tölvupóstur og gögn frá aðstandendum verkefnisins Nordiske træbyer, dagsett 4. september, með boði á ráðstefnu um verkefnið í Trondheim 19. september n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og sér sér ekki fært að kosta fulltrúa á ráðstefnuna að þessu sinni, en mælir með að áfram verði skoðaðir möguleikar á að innleiða þá hugmyndafræði sem verkefnið byggir á, inn í framtíðarstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 20.ágúst 2013

Málsnúmer 201308085Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

1.8.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

Málsnúmer 201112020Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.Fundargerð 154. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201309014Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 1.fundar stjórnar Brunavarna á Héraði 2013

Málsnúmer 201309015Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 14. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Málsnúmer 201309023Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Evrópsk lýðræðisvika

Málsnúmer 201308107Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti hugmyndir að verkefnum sem tengjast málinu og hægt væri að koma af stað í tengslum við umrædda lýðræðisviku.
Bæjarráð samþykkti að mæla með því að fulltrúar framboðanna í bæjarstjórn setji upp sérstakan bæjarstjórnarbekk á lýðræðisdaginn 15. okt.td. í Nettó og verði þar til viðræðu við gesti og gangandi. Yfirskriftin verði lýðræði og komandi sveitarstjórnarkosningar.

6.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri hefur unnið að því með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins að taka saman athugasemdir vegna skoðunar Orkustofnunar á framkvæmd á skilmálum virkjanaleyfa við Kárahnjúka og Lagarfoss. Í því skyni hefur verið fundað með fulltrúum landeigenda við Lagarfljót og þeim fastanefndum sveitarfélagsins sem málið varðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá athugasemdunum og senda til Orkustofnunar fyrir lok tilskilins frests.

7.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Staða málsins rædd, en það verður tekin til frekari umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

8.Samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vinna upp þau drög að samþykkt um hænsnahald í þéttbýli sem fyrir fundinum lágu. Bæjarstjóra falið að láta vinna drögin og leggja þau síðan fyrir bæjarráð.

9.Heimsókn SÁÁ til Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201309022Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá SÁÁ samtökunum, dagsett 5.september 2013 þar sem kynntur er fyrirhugaður borgarafund á Egilsstöðum 26. sept. um áfengis- og vímuefnavandann. Einnig er farið fram á fá að hitta fulltrúa sveitarfélagsins og fulltrúa fjölmennustu fyrirtækja á svæðinu á sérstökum fundi 27. september.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera í sambandi við fulltrúa SÁÁ um málið.

10.Starfsmannamál

Málsnúmer 201309026Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti málið fyrir bæjarráðsmönnum.

11.Kynbundinn launamunur

Málsnúmer 201309028Vakta málsnúmer

Bæjarráð lýsir því yfir að óásættanlegt sé að kynbundinn launamunur finnist í samfélaginu og ekki síst hjá hinu opinbera. Bæjarráð samþykkir að fram fari athugun á stöðu mála hjá sveitarfélaginu hvað þetta varðar. Samþykkt er að leita samstarfs við BSRB um framkvæmd slíkrar athugunar. Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.

12.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði tengd fjármálum og bókhaldi sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti einnig nokkra liði og voru þessir helstir:

Valkostir varðandi aðkomu málefna Reiðhallarinnar á Iðavöllum. Málið er áfram í vinnslu.

Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2013 kynnt.

Fjármálaráðstefna Sambands sveitarfélaga sem haldin verður 3. og 4. október nk. Samþykkt að bæjarráð, ásamt áheyrnarfulltrúa, bæjarstjóra og fjármálastjóra sæki ráðstefnuna fh. Fljótsdalshéraðs.

Samningur við N4 vegna þáttagerðar. Bæjarráð samþykkir að semja við N4 um að styrkja gerð þáttarins Glettur og að gert veriði ráð fyrir kostnaði við samninginn við gerð fjárhagsáætlunar 2014. Samningurinn verði svo lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Erindi frá Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra á Íslandi, beiðni um stuðning vegna fundarhalds á Egilsstöðum. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

Skíðafélagið í Stafdal hefur sent uppsögn á samningi um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal.
Bæjarráð tekur fram að í uppsagnarbréfinu koma fram allmargar rangfærslur um fyrri samskipti aðila og ákvæði gildandi samnings. Bæjarráð ítrekar að gildandi samningur hefur verið efndur að fullu af hálfu sveitarfélagsins. Bæjarráð lýsir áhuga á því að gera nýjan samning við SKÍS og Seyðisfjarðarkaupstað um rekstur skíðasvæðisins, en vísar málinu að öðru leyti til meðferðar hjá menningar- og íþróttanefnd.

13.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

14.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu Hafsteinn Jónasson, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar og Úlfar Trausti Þórðarson fasteigna- og þjónustufulltrúi. Kynntu þeir niðurstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar varðandi fjárfestingaáætlun næstu ára og einnig áætlun varðandi stærri viðhaldsþætti.
Fjárfestingaáætlunin í heild er í vinnslu hjá bæjarráði.

15.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 92

Málsnúmer 1309002Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

15.1.Atvinnuráðstefna á Austurlandi 5.-8. nóvember

Málsnúmer 201309006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.