Heimsókn SÁÁ til Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201309022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.09.2013

Lagt fram bréf frá SÁÁ samtökunum, dagsett 5.september 2013 þar sem kynntur er fyrirhugaður borgarafund á Egilsstöðum 26. sept. um áfengis- og vímuefnavandann. Einnig er farið fram á fá að hitta fulltrúa sveitarfélagsins og fulltrúa fjölmennustu fyrirtækja á svæðinu á sérstökum fundi 27. september.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera í sambandi við fulltrúa SÁÁ um málið.