- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fyrir fundi atvinnumálanefndar lá bréf dagsett 16. apríl 2013 frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem staðfest er að Fljótsdalshérað hafi hlotið 5 milljóna kr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins; Stórurð, hönnun og skipulag víðernis.
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar styrkveitingunni og felur atvinnumálafulltrúa að vinna málið áfram.
Fyrir fundinum lá bréf dagsett 16. apríl 2013 frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem staðfest er að Fljótsdalshérað hafi hlotið kr. 5.000.000 styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis.
Atvinnumálanefnd fagnar afgreiðslunni og felur formanni og starfsmanni að fylgja málinu eftir innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.