Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

Málsnúmer 201304103

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 22.04.2013

Fyrir fundinum lá bréf dagsett 16. apríl 2013 frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem staðfest er að Fljótsdalshérað hafi hlotið kr. 5.000.000 styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis.

Atvinnumálanefnd fagnar afgreiðslunni og felur formanni og starfsmanni að fylgja málinu eftir innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 24.04.2013

Fyrir fundi atvinnumálanefndar lá bréf dagsett 16. apríl 2013 frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem staðfest er að Fljótsdalshérað hafi hlotið 5 milljóna kr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins; Stórurð, hönnun og skipulag víðernis.

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar styrkveitingunni og felur atvinnumálafulltrúa að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Lögð fram drög að forvalsauglýsingu og keppnislýsingu vegna samkeppni um hönnun og skipulag á aðkomuleiðum og mögulegum mannvirkjum tengdum svæðinu.
Jafnframt lá fyrir beiðni um að bæjarráð tilnefni einn fulltrúa í dómnefnd, en auk hans skipar Borgarfjarðarhreppur einn fulltrúa og arkitektafélagið einn.

Málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar og verður í framhaldinu afgreitt í bæjarstjórn.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 98. fundur - 20.06.2013

Lögð fram drög að forvalsauglýsingu og keppnislýsingu vegna samkeppni um hönnun og skipulag á aðkomuleiðum og mögulegum mannvirkjum tengdum svæðinu. Málinu vísað frá bæjarráði til umsagnar nefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu aftur til bæjarráðs þar sem ekki liggur ljóst fyrir hver umsögnin á að vera.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Lögð fram drög að forvalsauglýsingu og keppnislýsingu vegna samkeppni um hönnun og skipulag á aðkomuleiðum og mögulegum mannvirkjum tengdum svæðinu.

Fyrir liggur að verkefnið heyrir undir verksvið þriggja fastanefnda sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir því að ráðið taki að sér umsjón með verkefninu í samráði við viðkomandi nefndir og starfsmenn.
Skipan fulltrúa í dómnefnd verkefninsins er vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að tilnefna Ingibjörgu Jónsdóttur og Hlyn Gauta Sigurðsson í dómnefnd hönnunarsamkeppni vegna verkefnisins," Stórurð hönnun og skipulag víðernis".
Starfshópurinn hefur þegar hafið störf.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 10.09.2013

Lögð fram til kynningar keppnislýsing fyrir hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Skilafrestur tillagna er til 8. október 2013.