- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201302034
Fyrir liggja tillögur atvinnumálanefndar vegna starfs- og fjárhagaáætlunar ársins 2014, vegna undirbúnings að gerð rammaáætlunar.
Með áætlun sinni vill atvinnumálanefnd leggja áherslu á mikilvægi þess að styrkja stöðu atvinnumálafulltrúa með aðgangi að 50% stöðugildi. En í upphafi kjörtímabils voru störf atvinnumálafulltrúa og menningar- og íþróttafulltrúa sameinuð í eitt. Nefndin telur mikilvægt að reynt sé að bregðast við svo betur megi vinna með sóknarfæri svæðisins, ekki síst á sviði ferðaþjónustu.
Áætluninni að öðru leyti vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201211032
Fyrir liggja fjórar umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur var til 5. apríl 2013.
Alls var sótt um styrki að upphæð kr. 2.388.250, en til úthlutunar voru kr. 1.250.000.
Atvinnumálanefnd samþykkir að veita styrki til eftirfarandi verkefna:
- Undirbúningur árlegs viðburðar á Fljótsdalshéraði sem kallast Veiðimessa / Umsækjandi Austurför kr. 350.000
- Þróun sérhæfðs vélbúnaðar fyrir Control2Net lausn félagsins / Umsækjandi Rational Network ehf kr. 500.000
- Uppbygging á stafrænni fjölmiðlun á Fljótsdalshéraði og Austurlandi / Umsækjandi Austurfrétt ehf kr. 200.000
- Vinna við frumathugun á arðsemi þess að nýta sérhæfðar vélar til fellingar skóga / Umsækjendur Borgþór Jónsson og Kristján Már Magnússon kr. 188.000
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201301022
Til kynningar.
Málsnúmer 201304092
Atvinnumálanefnd bendir á þá augljósu hagsmuni sem ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi njóta í öflugu starfi upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Því er mjög brýnt að núverandi staðsetning og rekstur upplýsingamiðstöðvar verði tryggður til framtíðar og spurning hvort ekki sé eðlilegt að öll sveitarfélög á Austurlandi komi að því.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201304103
Fyrir fundinum lá bréf dagsett 16. apríl 2013 frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem staðfest er að Fljótsdalshérað hafi hlotið kr. 5.000.000 styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verkefnisins Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis.
Atvinnumálanefnd fagnar afgreiðslunni og felur formanni og starfsmanni að fylgja málinu eftir innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.