Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23.ágúst 2013, þar sem sveitarfélög eru hvött er til að halda lýðræðisviku í kringum 15. október. Að þessu sinni verður lögð áhersla á virka þátttöku íbúa í sveitarstjórnarmálum og kosningum til sveitarstjórna.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að móta tillögur fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bæjarstjóri kynnti hugmyndir að verkefnum sem tengjast málinu og hægt væri að koma af stað í tengslum við umrædda lýðræðisviku. Bæjarráð samþykkti að mæla með því að fulltrúar framboðanna í bæjarstjórn setji upp sérstakan bæjarstjórnarbekk á lýðræðisdaginn 15. okt.td. í Nettó og verði þar til viðræðu við gesti og gangandi. Yfirskriftin verði lýðræði og komandi sveitarstjórnarkosningar.
Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri hugmyndir að verkefnum sem tengjast málinu og hægt væri að koma af stað í tengslum við umrædda lýðræðisviku.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að mæla með því að fulltrúar framboðanna í bæjarstjórn setji upp sérstakan bæjarstjórnarbekk á lýðræðisdaginn 15. okt. td. í Nettó og verði þar til viðræðu við gesti og gangandi. Yfirskriftin verði lýðræði og komandi sveitarstjórnarkosningar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að móta tillögur fyrir næsta fund bæjarráðs.