Bæjarráð lýsir því yfir að óásættanlegt sé að kynbundinn launamunur finnist í samfélaginu og ekki síst hjá hinu opinbera. Bæjarráð samþykkir að fram fari athugun á stöðu mála hjá sveitarfélaginu hvað þetta varðar. Samþykkt er að leita samstarfs við BSRB um framkvæmd slíkrar athugunar. Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að óásættanlegt sé að kynbundinn launamunur finnist í samfélaginu og ekki síst hjá hinu opinbera. Bæjarstjórn samþykkir að fram fari athugun á stöðu mála hjá sveitarfélaginu hvað þetta varðar. Samþykkt er að leita samstarfs við BSRB um framkvæmd slíkrar athugunar. Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.
Lagt fram tilboð Pwc í jafnlaunaúttekt fyrir Fljótsdalshérað.
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Pwc í gerð jafnlaunaúttektar fyrir sveitarfélagið. Gert er ráð fyrir að úttektin fari fram haustið 2014. Kostnaður verði færður á máflokk 21, aðkeypt sérfræðiþjónusta.
Lagt fram tilboð Pwc í jafnlaunaúttekt fyrir Fljótsdalshérað.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að ganga að tilboði Pwc í gerð jafnlaunaúttektar fyrir sveitarfélagið. Gert er ráð fyrir að úttektin fari fram haustið 2014. Kostnaður verði færður á málaflokk 21-08, aðkeypt sérfræðiþjónusta.
Í upphafi var, í gegn um Skipe búnað hlustað og horft á kynningu Þorkels Guðmundssonar hjá PWC á jafnlaunaúttekt sem unnið hefur verið að nú að undanförnu. Bæjarráð og bæjarstjórn samþykktu fyrr á árinu að slík úttekt yrði gerð fyrir sveitarfélagið.
Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að launamunur er vart mælanlegur og staðfestir að ekki er um launamun kynja að ræða hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð fagnar niðurstöðum könnunarinnar og þakkar Þorkeli og hans fólki fyrir úttektina, sem og launafulltrúa fyrir alla undirbúningsvinnu og upplýsingagjöf. Frekari niðurstöður verða kynntar þegar þær liggja endanlega fyrir.
Kynntar helstu niðurstöður úr jafnlaunaúttekt sem fyrirtækið PWC vann fyrir sveitarfélagið. Þar var farið yfir launagreiðslur starfsmanna sveitarfélagsins og þær settar inn í ákveðið staðlað reiknimódel PWC. Helstu niðurstöður eru að ekki er marktækur launamunur á kynjunum. Sé litið til fastra launa eru laun kvenna 1.3 % hærri, en sé litið til heildarlauna eru laun karla 1,9 % hærri. Bæjarstjórn fagnar þessari niðurstöðu og þakkar PWC og öllum þeim sem að þessari vinnu komu fyrir úttektina.
Lögð fram lokaniðurstaða PWC vegna jafnlaunakönnunar (könnunar á kynbundnum launamun) sem fyrirtækið vann fyrir Fljótsdalshérað. Áður var búið að kynna frumskýrsluna, en síðan hefur PWC unnið að loka- frágangi og afstemmingum. Sú vinna leiddi þó ekki til neinna marktækra breytinga á niðurstöðum.
Samkvæmt niðurstöðu jafnlaunaúttektarinnar eru laun kvenna hjá Fljótsdalshéraði 1,5% hærri en grunnlaun karla, en heildarlaun karla eru 1,9% hærri en heildarlaun kvenna. Þessi launamunur er innan allra skekkjumarka að mati skýrsluhöfunda og sjaldgæft að svona lítill munur komi fram á launum strax við fyrstu úttekt. Í kjölfar þessarar niðurstöðu hefur PWC því veitt Fljótsdalshéraði gullmerki fyrirtækisins sem vott um mjög góðan árangur hvað varðar launajöfnuð kvenna og karla. Bæjarráð fagnar þessari niðurstöðu og ítrekar þakkir sínar til þeirra sem unnu að undirbúningi og gerða jafnlaunaúttektarinnar.