FaroExpo

Málsnúmer 201205194

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 10.09.2013

Atvinnumálanefnd telur tækifæri geta falist í viðskiptum við Færeyjar, fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu. Nefndin hvetur fyrirtæki á Fljótsdalshéraði til að kynna sér fyrirtækjastefnumótið Faroexpo sem haldið verður í Runavík í Færeyjum í október.
Atvinnumálanefnd leggur til að þau fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku verði styrkt með því að aðstoða þau við skipulagninu og aðkomu að einum "bás" án endurgjalds. Kostnaður vegna þátttökugjalds á Faroexpo verði tekinn af lið 13.81.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.09.2013

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og telur tækifæri geta falist í viðskiptum við Færeyjar, fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu. Bæjarráð hvetur fyrirtæki á Fljótsdalshéraði til að kynna sér fyrirtækjastefnumótið Faroexpo sem haldið verður í Runavík í Færeyjum í október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarráð að þau fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku verði styrkt með því að aðstoða þau við skipulagningu og aðkomu að einum "bás" án endurgjalds. Kostnaður vegna þátttökugjalds á Faroexpo verði tekinn af lið 13.81.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 18.09.2013

Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og bæjarráði og telur tækifæri geta falist í viðskiptum við Færeyjar, fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn hvetur fyrirtæki á Fljótsdalshéraði til að kynna sér fyrirtækjastefnumótið Faroexpo sem haldið verður í Runavík í Færeyjum í október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarstjórn að þau fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku verði styrkt með því að aðstoða þau við skipulagningu og aðkomu að einum "bás" án endurgjalds. Kostnaður vegna þátttökugjalds á Faroexpo verði tekinn af lið 13.81

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.