Staða atvinnumála og ýmis verkefni

Málsnúmer 201112020

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 10.09.2013

Atvinnumálanefnd telur mikilvægt að mótaðar verði leiðir til að bregðast við sífellt auknu álagi vegna mikils fjölda ferðamanna og sem fer vaxandi milli ára. Samkvæmt nýjustu spám er reiknað með 15% aukningu ferðamanna á ári næstu árin.

Nefndin felur starfsmanni að taka saman stutta skýrslu um sumarið í sumar, og í kjölfarið gera tillögur að leiðum til að eiga við tímabundnar "toppa" m.a. til að hámarka fjölda gistinátta á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 33. fundur - 11.04.2016

Til umræðu var staða atvinnumála í sveitarfélaginu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 36. fundur - 23.05.2016

Farið yfir nýafstaðna atvinnuráðstefnu og ýmis verkefni.

Atvinnu- og menningarnefnd - 45. fundur - 09.01.2017

Fyrir liggja gögn frá Vinnumálastofnun um stöðu vinnumarkaðar og einnig skýrslan Atvinnutekjur 2008-2015
eftir atvinnugreinum og svæðum, sem gefin var út af Byggðastofnun í desember 2016.

Lagt fram til kynningar og umræðu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 49. fundur - 06.03.2017

Almennar umræður um atvinnu- og kynningarmál.