Atvinnu- og menningarnefnd

33. fundur 11. apríl 2016 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201603061

Fyrir liggja tillögur um breytingar á samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað.

Forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs falið að vinna málið áfram og gera grein fyrir tillögum á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2016

Málsnúmer 201603094

Fyrir liggja drög að starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir starfsáætlun nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Fyrir liggja umsagnir nefnda og stofnana við drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

Málið er í vinnslu.

4.Ormsteiti 2016

Málsnúmer 201603134

Starfsmaður kynnti nýjan framkvæmdastjóra Ormsteitis sem er Vala Gestsdóttir.
Atvinnu- og menningarnefnd býður Völu velkomna til starfa og óskar henni góðs gengis í nýju starfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Matjurtarækt á Austurlandi, beiðni um styrk

Málsnúmer 201604001

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs, dagsett 30. mars 2016, vegna verkefnis um matjurtarækt á Austurlandi.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar frumkvæði félagsins en sér sér ekki fært að styrkja verkefnið á þessu ári þar sem fjármagni atvinnumálasjóðs hefur verið ráðstafað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

Málsnúmer 201506108

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað, sem haldinn var 5. mars 2016.

Lagt fram til kynningar.

7.Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ný lög um landsáætlun um innviði

Málsnúmer 201604049

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 23. mars 2016, þar sem vakin er athygli á úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, einnig skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra til Alþingis um ferðamál og loks er vakin athygli á nýjum lögum um gerð landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar fyrirliggjandi gögnum til starfshóps um áfagnastaði í sveitarfélaginu til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Atvinnumálaráðstefna 2016

Málsnúmer 201512024

Farið yfir dagskrá og fyrirkomulag ráðstefnunnar. Tímaseting ráðstefnunnar staðfest 12. maí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

Málsnúmer 201112020

Til umræðu var staða atvinnumála í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 19:45.