Starfsmaður kynnti nýjan framkvæmdastjóra Ormsteitis sem er Vala Gestsdóttir. Atvinnu- og menningarnefnd býður Völu velkomna til starfa og óskar henni góðs gengis í nýju starfi.
Fyrir liggur styrkbeiðni frá Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs, dagsett 30. mars 2016, vegna verkefnis um matjurtarækt á Austurlandi.
Atvinnu- og menningarnefnd fagnar frumkvæði félagsins en sér sér ekki fært að styrkja verkefnið á þessu ári þar sem fjármagni atvinnumálasjóðs hefur verið ráðstafað.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
6.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 23. mars 2016, þar sem vakin er athygli á úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, einnig skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra til Alþingis um ferðamál og loks er vakin athygli á nýjum lögum um gerð landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Atvinnu- og menningarnefnd vísar fyrirliggjandi gögnum til starfshóps um áfagnastaði í sveitarfélaginu til kynningar.
Forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs falið að vinna málið áfram og gera grein fyrir tillögum á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.