Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ný lög um landsáætlun um innviði

Málsnúmer 201604049

Atvinnu- og menningarnefnd - 33. fundur - 11.04.2016

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 23. mars 2016, þar sem vakin er athygli á úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, einnig skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra til Alþingis um ferðamál og loks er vakin athygli á nýjum lögum um gerð landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar fyrirliggjandi gögnum til starfshóps um áfagnastaði í sveitarfélaginu til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45. fundur - 12.04.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 23.03.2016 þar sem Guðjón Bragason, sambandi Íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga og landshlutasamtaka á þremur fréttum á vef stjórnarráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að styrkveitingar til Fljótsdalshéraðs voru tvær:
Stórurðarverkefnið 8.000.000,- kr. og Fardagafoss göngustígur 2.600.000,- kr. Að öðru leyti er erindið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og vekur athygli á að styrkveitingar til Fljótsdalshéraðs voru tvær:
Stórurðarverkefnið 8.000.000,- kr. og Fardagafoss göngustígur 2.600.000,- kr.
Bæjarstjórn fagnar þessum styrkveitingum, sem eru mikilvægar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við þessa ferðamannastaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.