Atvinnumálaráðstefna 2016

Málsnúmer 201512024

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 27. fundur - 10.12.2015

Fyrir liggja minnispunktar og hugmyndir um atvinnumálaráðstefnu sem fyrirhugað er að halda á fyrrihluta næsta árs. Málið er enn í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 30. fundur - 08.02.2016

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að atvinnumálaráðstefna á vegum sveitarfélagsins verði haldin 12. maí 2016. Málið að öðru leyti í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að atvinnumálaráðstefna á vegum sveitarfélagsins verði haldin 12. maí 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 31. fundur - 22.02.2016

Fyrir liggja gögn vegna atvinnumálaráðstefnu sem fyrirhuguð er 12. maí n.k.

Málið er í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 33. fundur - 11.04.2016

Farið yfir dagskrá og fyrirkomulag ráðstefnunnar. Tímaseting ráðstefnunnar staðfest 12. maí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar var farið yfir dagskrá og fyrirkomulag ráðstefnunnar. Tímasetning ráðstefnunnar staðfest 12. maí.

Atvinnu- og menningarnefnd - 35. fundur - 09.05.2016

Farið var yfir undirbúning atvinnuráðstefnunnar sem haldin verður n.k. fimmtudag, undir heitinu Auðlindir og atvinnusköpun.

Atvinnu- og menningarnefnd - 37. fundur - 06.06.2016

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að á haustmánuðum komi atvinnu- og menningarnefnd, bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd saman til fundar. Þar verði farið yfir ástand, horfur og framtíðarsýn í atvinnumálum, skipulagsmálum og uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að á haustmánuðum komi atvinnu- og menningarnefnd, bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd saman til fundar. Þar verði farið yfir ástand, horfur og framtíðarsýn í atvinnumálum, skipulagsmálum og uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.