Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að atvinnumálaráðstefna á vegum sveitarfélagsins verði haldin 12. maí 2016.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að á haustmánuðum komi atvinnu- og menningarnefnd, bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd saman til fundar. Þar verði farið yfir ástand, horfur og framtíðarsýn í atvinnumálum, skipulagsmálum og uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að á haustmánuðum komi atvinnu- og menningarnefnd, bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd saman til fundar. Þar verði farið yfir ástand, horfur og framtíðarsýn í atvinnumálum, skipulagsmálum og uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu.