Atvinnu- og menningarnefnd

32. fundur 07. mars 2016 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, verkefni á sviði sviðslista

Málsnúmer 201603046Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs um verkefni á sviði sviðslista vegna auka fjárveitingar á fjárlögum ríkisins til menningarmiðstöðvarinnar á árinu 2016.

Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sat fundinn undir þessum lið.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun um sviðslistaverkefni fyrir árin 2016 og 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Héraðsskjalasafn Austfirðinga, beiðni um aukin rekstrarframlög

Málsnúmer 201602136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 18. febrúar 2016, frá stjórn Héraðsskjalasafns Austurfirðinga með beiðni um hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins vegna kjarasamningsbundinna launahækkana sem voru vanáætlar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni með því að taka umbeðna upphæð af samþykktri áætlun nefndarinnar, en leggur til við bæjarstjórn að brugðist verði við beiðninni með viðauka við núverandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnumálaráðstefna 2016

Málsnúmer 201512024Vakta málsnúmer

Málið er í vinnslu.

4.Sjötíu ára afmæli Egilsstaða

Málsnúmer 201602100Vakta málsnúmer

Í tilefni þess að 70 ár verða á næsta ári liðin frá því að kauptúnið á Egilsstöðum var stofnað samkvæmt lögum leggur atvinnu- og menningarnefnd til að skipulögð verði sérstök afmælisdagskrá á Ormsteiti á afmælisárinu og að efnt verði til samkeppni um gerð útilistaverks.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um styrk vegna Skógardagsins mikla 2016

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Félagi skógareigenda á Austurlandi, undirritað af Helga Bragasyni, með beiðni um stuðning sveitarfélagsins við Skógardaginn mikla árið 2016, sem þá verður haldinn í tólfta sinn.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.