Fyrir liggur bréf dagsett 18. febrúar 2016, frá stjórn Héraðsskjalasafns Austurfirðinga með beiðni um hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins vegna kjarasamningsbundinna launahækkana sem voru vanáætlar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.
Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni með því að taka umbeðna upphæð af samþykktri áætlun nefndarinnar, en leggur til við bæjarstjórn að brugðist verði við beiðninni með viðauka við núverandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Fyrir liggur bréf dagsett 18. febrúar 2016, frá stjórn Héraðsskjalasafns Austurfirðinga með beiðni um hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins vegna kjarasamningsbundinna launahækkana, sem voru vanáætlaðar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og telur ekki fært að verða við beiðninni með því að taka umbeðna upphæð af samþykktri áætlun nefndarinnar. Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
Málinu vísað frá 234. fundi bæjarstjórnar, til frekari umfjöllunar.
Framlagt erindi frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga þar sem óskað er eftir hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins þar sem launahækkanir hafi verið vanáætlaðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu með fyrirvara um að önnur aðildarsveitarfélög samþykki að verða við því fyrir sitt leyti. Jafnframt samþykkt að lagður verði fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.
Lagt fram erindi frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga, hvar óskað er eftir hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins þar sem launahækkanir hafi verið vanáætlaðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að verða við erindinu með fyrirvara um að önnur aðildarsveitarfélög samþykki að verða við því fyrir sitt leyti. Jafnframt samþykkt að lagður verði fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.
Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni með því að taka umbeðna upphæð af samþykktri áætlun nefndarinnar, en leggur til við bæjarstjórn að brugðist verði við beiðninni með viðauka við núverandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.