Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

334. fundur 21. mars 2016 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri og ársuppgjöri sveitarfélagsins.

Einnig var farið yfir nokkur fjármálatengd mál.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum verkalýðsfélaga á svæðinu varðandi stöðu og þróun húsnæðismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 21

Málsnúmer 1603014Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð Endurmenntunarsjóðs Fljótsdalshéraðs - 21 til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir fundargerðina og úthlutun styrkja úr sjóðnum. Jafnframt staðfestir bæjarráð endurskoðaðar reglur um sí- og endurmenntun starfsmanna Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2016

2.2.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

3.Heimasíða Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer

Til fundarins kom Haddur Áslaugsson og fór yfir stöðu mála varðandi nýja heimasíðu sveitarfélagsins.

4.Húsaleiga Miðvangi 31

Málsnúmer 201504059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Fóðurblöndunni hf., dags. 10. mars 2016 með beiðni um framlengingu á leigusamningi vegna Miðvangs 31.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Fóðurblönduna um framlengingu leigusamnings til allt að eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Til umræðu er fjarskiptasamband í dreifbýli.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem átt hafa sér stað að undanförnu með fulltrúum sveitarfélaga á Austurlandi og mögulegum samstarfsaðilum varðandi ljósleiðaravæðingu svæðisins. Einnig eru lögð fram tölvupóstsamskipti Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fjarskiptasjóðs, þar sem umsóknarfrestur er m.a. til umfjöllunar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna umsókn vegna lagnaleiðarinnar Lagarfoss - Brúarás og tenginga á þeirri leið. Jafnframt samþykkir bæjarráð að gera það að tillögu sinni, að umsóknarferli verði lengt sem nemur tveimur vikum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um leyfi til að skrá lögheimili að Höfða, lóð 2

Málsnúmer 201603103Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um að fá að skrá lögheimili að Höfða, lóð 2.

Málið er í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

7.Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum

Málsnúmer 201603107Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.

Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Héraðsskjalasafn Austfirðinga, beiðni um aukin rekstrarframlög

Málsnúmer 201602136Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 234. fundi bæjarstjórnar, til frekari umfjöllunar.

Framlagt erindi frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga þar sem óskað er eftir hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins þar sem launahækkanir hafi verið vanáætlaðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu með fyrirvara um að önnur aðildarsveitarfélög samþykki að verða við því fyrir sitt leyti. Jafnframt samþykkt að lagður verði fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

Málsnúmer 201502122Vakta málsnúmer

Lagt er fram eridni sem kom frá á viðtalstíma bæjarfulltrúa 17.03.2016.

Málinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:15.