Lagður fram tölvupóstur frá Böðvari Jónssyni framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Fóðurblöndunnar hf. vegna húsaleigu að Miðvangi 31. Bæjarstjóri kynnti einnig fund sem hann átti með forsvarsmönnum fyrirtækisins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra umboð til að vinna drög að tímabundnum leigusamningi við núverandi leigjendur og leggja hann síðan fyrir bæjarráð. Bæjarráð felur jafnframt umhverfis- og framkvæmdanefnd að endurskoða skipulag umrædds svæðis, m.a. í samhengi við endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins. Bæjarstjóra einnig falið að ræða við umráðendur lóðarinnar um umgengi og frágang við afhendigu hennar til sveitarfélagsins.
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að vinna drög að tímabundnum leigusamningi við núverandi leigjendur og leggja hann fyrir bæjarráð. Að öðru leyti er skipulagi og framtíðarnotkun svæðisins vísað til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri drög að samningi við Fóðurblönduna sem gildir til 31. ágúst 2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi á þeim nótum sem kynntar voru og ræddar á fundi bæjarráðs.
Lagt fram erindi frá Fóðurblöndunni hf., dags. 10. mars 2016 með beiðni um framlengingu á leigusamningi vegna Miðvangs 31.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Fóðurblönduna um framlengingu leigusamnings til allt að eins árs.
Bæjarstjóri kynnti einnig fund sem hann átti með forsvarsmönnum fyrirtækisins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra umboð til að vinna drög að tímabundnum leigusamningi við núverandi leigjendur og leggja hann síðan fyrir bæjarráð.
Bæjarráð felur jafnframt umhverfis- og framkvæmdanefnd að endurskoða skipulag umrædds svæðis, m.a. í samhengi við endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins.
Bæjarstjóra einnig falið að ræða við umráðendur lóðarinnar um umgengi og frágang við afhendigu hennar til sveitarfélagsins.