Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

292. fundur 20. apríl 2015 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur fjármálatengd mál.

Bæjarráð samþykkir að heimila fjármálastjóra að leita eftir fjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga m.a. með vísan til fjárhagsáætlunar ársins.

2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti drög að rammaáætlun fyrir fjárhagsáætlun ársins 2016 og fór yfir ýmsar forsendur tengdar áætluninni.

Bæjarráð samþykkir að fjármálastjóri sendi út til nefndanna þau drög að ramma sem hann lagði fram. Stefnt skal að því að tillögum frá nefndum verði skilað inn fyrir lok maí mánaðar þannig að bæjarstjórn geti samþykkt endanlegan ramma fárhagsáætlunar 2016 á fundi í júní.

3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 15.apríl 2015

Málsnúmer 201504060

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Helstu mál er geta varðað sveitarfélög á vettvangi ESB

Málsnúmer 201504045

Lögð fram til kynningar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi helstu mál á vettvangi ESB og EFTA 2015, sem varðað geta sveitarfélögin.

5.Ráðgjöf til sveitarstjórna og stofnana á þeirra vegum.

Málsnúmer 201504036

Lagt fram til kynningar erindi frá Ráðríki ehf. dags. 24. mars, þar sem boðin er fram margvísleg ráðgjöf fyrir sveitarfélög, en forsvarmenn fyrirtækisins eru reynsluboltar af vettvangi sveitarstjórnamála.

6.Húsaleiga Miðvangi 31

Málsnúmer 201504059

Lagður fram tölvupóstur frá Böðvari Jónssyni framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Fóðurblöndunnar hf. vegna húsaleigu að Miðvangi 31.
Bæjarstjóri kynnti einnig fund sem hann átti með forsvarsmönnum fyrirtækisins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra umboð til að vinna drög að tímabundnum leigusamningi við núverandi leigjendur og leggja hann síðan fyrir bæjarráð.
Bæjarráð felur jafnframt umhverfis- og framkvæmdanefnd að endurskoða skipulag umrædds svæðis, m.a. í samhengi við endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins.
Bæjarstjóra einnig falið að ræða við umráðendur lóðarinnar um umgengi og frágang við afhendigu hennar til sveitarfélagsins.

7.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Skil á skýrslu um úttekt á skólastarfi verða föstudaginn 24. apríl, en þar verða skýrsluhöfundar með kynningu á henni fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn, fræðslunefnd og stjórnendur grunn- og tónlistarskóla.
Kynningin fer fram í fundarsal bæjarstjórnar kl. 15:30.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

Málsnúmer 201502122

Farið yfir síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa, en þangað kom því miður enginn til að ræða málin við þá bæjarfulltrúa sem til viðtals voru.

Fundi slitið - kl. 10:30.