Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
Fyrir liggur erindi frá SSA um að Fljótsdalshérað komi að því að bjóði upp á léttar veitingar á opnum íbúafundi um sóknaráætlun, sem haldinn verður í Valaskjálf 15. mars nk. Bæjarráð samþykkir að leggja 200.000 kr. í verkefnið og það verði tekið af lið 2150.
Lögð fram til kynningar skýrsla PWC um markaðslaun á Íslandi árið 2015.
Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók.
Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu samningaviðræðna um daggjöld hjúkrunarheimila við sjúkratryggingar Íslands.
Lagðar fram upplýsingar frá Rafey um verkefnið Sveitanet, sem snýr að örbylgjusambandi í dreifbýli sveitarfélagsins. Þar kemur fram að búið er að tengja rúmlega 50 heimili og stefnir í að þau verði um 60 í lok mars, miðað við fyrirliggjandi pantanir.
Málinu var vísað frá 332. fundi bæjarráðs til nánari umfjöllunar. Bæjarráð samþykkir með 2 atkv. en 1 sat hjá (PS) tillögu íþrótta og tómstundanefndar um breytingu á gjaldskrá sundlaugarinnar á Egilsstöðum . Breytingin tekur gildi 1. maí.
Fjallað um umsögn Sambands Ísl. sveitarfélaga um málið og hvernig hægt sé að bregðast við þessum málum hjá Fljótsdalshéraði.
Bæjarráð stefnir á að halda fund með fulltrúum foreldrafélaga grunnskólanna, og fulltrúum íþróttafélaga, ásamt fagaðila, til að ræða stöðuna og mögulegar aðgerðir vegna spark- og íþróttavalla á Fljótdalshéraði. Einnig verði boðaðir fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd. Bæjarstjóra falið að boða fundinn.
5.Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)
Lögð fram drög að starfsáætlun bæjarráðs fyrir árið 2016. Bæjarráð samþykkir að áætlunin verði kynnt á næsta bæjarstjórnarfundi og leggur til að kynntar starfsáætlanir nefnda verði síðan aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti tillögu um að á komandi sumri verði sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs á tímabilinu 18. til 29. júlí. Framkvæmdin verður með sama hætti og undanfarin ár, þannig að svarað verður í síma þessar tvær vikur á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að bregðast við brýnustu erindum.
Fyrir liggur erindi frá SSA um að Fljótsdalshérað komi að því að bjóði upp á léttar veitingar á opnum íbúafundi um sóknaráætlun, sem haldinn verður í Valaskjálf 15. mars nk.
Bæjarráð samþykkir að leggja 200.000 kr. í verkefnið og það verði tekið af lið 2150.
Lögð fram til kynningar skýrsla PWC um markaðslaun á Íslandi árið 2015.
Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók.
Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu samningaviðræðna um daggjöld hjúkrunarheimila við sjúkratryggingar Íslands.