Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

Málsnúmer 201510014

Íþrótta- og tómstundanefnd - 15. fundur - 28.10.2015

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 1. október 2015, með óskum um svör við spurningum um, annars vegar, hvort ekki sé tímabært að bjóða út rekstur Héraðsþreks og hins vegar, um aðskilnað gjaldskrár Héraðsþreks og sundlaugar.

Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 12. október 2015, þar sem spurt er út í afslætti starfsmanna sveitarfélagsins og fyrirtækja af kortum í Héraðsþrek, forsendur þeirra og samkeppnissjónarmið.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gjaldskrárfyrirkomulag Héraðþreks og sundlaugar verði tekið til heildar endurskoðunar. Samningar Íþróttamiðstöðvarinnar vegna þreks og sunds verði jafnframt teknir til endurskoðunar.

Varðandi útboð á rekstri Héraðsþreks þá hefur engin ákvörðun verið tekin um breytingu á núverandi rekstrarfyrirkomulagi Héraðsþreks. Starfsmanni falið að senda Fjólu Hrafnkelsdóttur svarbréf sem lá fyrir á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 17. fundur - 27.01.2016

Fyrir liggja drög að breyttu gjaldskrárfyrirkomulagi í Héraðsþrek. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. október 2015.

Málið er í vinnslu og verður aftur tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar til afgreiðslu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 18. fundur - 24.02.2016

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 1. október 2015, með óskum um svör við spurningum um, annars vegar, hvort ekki sé tímabært að bjóða út rekstur Héraðsþreks og hins vegar, um aðskilnað gjaldskrár Héraðsþreks og sundlaugar. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 12. október 2015, þar sem spurt er út í afslætti starfsmanna sveitarfélagsins og fyrirtækja af kortum í Héraðsþrek, forsendur þeirra og samkeppnissjónarmið.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. október 2015 og 27. janúar 2016.

Varðandi útboð á rekstri Héraðsþreks þá ítrekar íþrótta og tómstundanefnd að engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á núverandi rekstrarfyrirkomulagi Héraðsþreks, sbr. bókun nefndarinnar frá 28. október 2015.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að núverandi fyrirkomulagi á reglum um niðurgreiðslu vegna þátttöku starfsfólks sveitarfélagsins í líkamsrækt verði breytt. En þær hafa verið að mestu óbreyttar í um tíu ár. Breytingin felst í því að starfsfólk sveitarfélagsins fái hreyfi- og heilsueflingarstyrk að upphæð kr. 20.000 á ári sem hægt verði að nota við greiðslu á aðgangi að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum, skíðasvæðum, til greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félagsgjöldum í golfklúbb sem og annarrar hreyfingar t.d. jóga. Styrkurinn fáist greiddur gegn framvísun greiðslukvittunar sem er a.m.k. jafnhá og styrkurinn. Fyrirkomulag þetta á, eins og áður, við um starfsfólk sveitarfélagsins sem er í meira en 25% starfi. Þetta fyrirkomulag taki gildi frá og með 1. janúar 2017.

Þá leggur nefndin til að líkamsræktarstöðvum í sveitarfélaginu (þ.m.t. Héraðsþreki) verði boðið að kaupa aðgang að sundlauginni á Egilsstöðum á sama verði sé hann hluti af aðgangi í líkamsræktarstöð.
Einnig að fyrirkomulag afláttarkorta til fyrirtækja vegna Héraðsþreks (og sunds) verði einfaldað og samræmt.

Nefndin leggur til að stakt gjald í Héraðsþrek verði óbreytt. Verð á kortum í Héraðsþrek verði einnig óbreytt.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur eftirfarandi til vegna gjaldskrár sundlaugarinnar á Egilsstöðum:
Stakt sundgjald hækki úr kr. 600 í kr. 700 frá og með 1. maí 2016.
Stakt gjald fyrir börn á grunnskólaaldri verði óbreytt, kr. 270.
Frítt verði áfram í sund fyrir börn sem ekki eru byrjuð í grunnskóla.
Grunnskólabörn á Fljótsdalshéraði fá frítt í sund, eins og verið hefur.
67 ára og eldri og öryrkjar greiði kr. 300 fyrir stakt gjald.
67 ára og eldri og öryrkjar með lögheimili á Fljótsdalshéraði fái áfram frítt í sund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 1. október 2015, með óskum um svör við spurningum um, annars vegar, hvort ekki sé tímabært að bjóða út rekstur Héraðsþreks og hins vegar, um aðskilnað gjaldskrár Héraðsþreks og sundlaugar. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 12. október 2015, þar sem spurt er út í afslætti starfsmanna sveitarfélagsins og fyrirtækja af kortum í Héraðsþrek, forsendur þeirra og samkeppnissjónarmið.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. október 2015 og 27. janúar 2016.

Varðandi útboð á rekstri Héraðsþreks þá ítrekar bæjarstjórn að engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á núverandi rekstrarfyrirkomulagi Héraðsþreks, sbr. bókun íþrótta- og tómstundanefndar frá 28. október 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að núverandi fyrirkomulagi á reglum um niðurgreiðslu vegna þátttöku starfsfólks sveitarfélagsins í líkamsrækt verði breytt. En þær hafa verið að mestu óbreyttar í um tíu ár. Breytingin felst í því að starfsfólk sveitarfélagsins fái hreyfi- og heilsueflingarstyrk að upphæð kr. 20.000 á ári sem hægt verði að nota við greiðslu á aðgangi að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum, skíðasvæðum, til greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félagsgjöldum í golfklúbb sem og annarrar hreyfingar t.d. jóga. Styrkurinn fáist greiddur gegn framvísun greiðslukvittunar sem er a.m.k. jafnhá og styrkurinn. Fyrirkomulag þetta á, eins og áður, við um starfsfólk sveitarfélagsins sem er í meira en 25% starfi. Þetta fyrirkomulag taki gildi frá og með 1. janúar 2017.

Þá leggur samþykkir bæjarstjórn að líkamsræktarstöðvum í sveitarfélaginu (þ.m.t. Héraðsþreki) verði boðið að kaupa aðgang að sundlauginni á Egilsstöðum á sama verði sé hann hluti af aðgangi í líkamsræktarstöð.
Einnig að fyrirkomulag afláttarkorta til fyrirtækja vegna Héraðsþreks (og sunds) verði einfaldað og samræmt.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að stakt gjald í Héraðsþrek verði óbreytt. Verð á kortum í Héraðsþrek verði einnig óbreytt.

Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi, vegna gjaldskrár sundlaugarinnar á Egilsstöðum:
Stakt sundgjald hækki úr kr. 600 í kr. 700 frá og með 1. maí 2016.
Stakt gjald fyrir börn á grunnskólaaldri verði óbreytt, kr. 270.
Frítt verði áfram í sund fyrir börn sem ekki eru byrjuð í grunnskóla.
Grunnskólabörn á Fljótsdalshéraði fá frítt í sund, eins og verið hefur.
67 ára og eldri og öryrkjar greiði kr. 300 fyrir stakt gjald.
67 ára og eldri og öryrkjar með lögheimili á Fljótsdalshéraði fái áfram frítt í sund.


Fram kom tillaga um að vísa málinu til bæjarráðs.

Sú tillaga samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þórður Mar Þorsteinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og dró til baka bókun sína vegna þessa liðar sem hann hafði áður kynnt.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 332. fundur - 07.03.2016

Málinu var vísað til bæjarráðs á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu um málið til næsta fundar, en vísar þeim hluta sem við kemur starfsmönnum til starfshóp um starfsmannastefnu með ósk um að tillögur hópsins berist fyrir júní nk.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 333. fundur - 14.03.2016

Málinu var vísað frá 332. fundi bæjarráðs til nánari umfjöllunar.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkv. en 1 sat hjá (PS) tillögu íþrótta og tómstundanefndar um breytingu á gjaldskrá sundlaugarinnar á Egilsstöðum . Breytingin tekur gildi 1. maí.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram breytingartillögu, fh. B-listans, þess efnis að aftan við textann "breytingu á gjaldskrá sundlaugarinnar á Egilsstöðum" bætist, -þó þannig að stakt gjald fyrir fullorðinn verði kr. 800 í stað kr. 700.

Tillagan borin upp og felld með 6 atkv. meirihluta, en 3 fulltrúar minnihlutans greiddu henni atkv.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar um breytingu á gjaldskrá sundlaugarinnar á Egilsstöðum. Breytingin tekur gildi 1. maí.

Tillagan samþykkt með 6 atkv. meirihlutans en 3 fulltrúar minnihlutans sátu hjá.