Íþrótta- og tómstundanefnd

17. fundur 27. janúar 2016 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Sveinbjörg S. Sveinbjörnsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

2.Fundargerð vinnuhóps 26.10. 2015 vegna undirbúnings Unglingalandsmóts 2017

Málsnúmer 201511058Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð forvinnuhóps vegna undirbúnins Unglingalandsmóts 2017, dagsett 26. október 2015.

3.Hreyfivikan 22. - 28. maí 2016

Málsnúmer 201512121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dagsett 21. desember 2015, frá Ungmennafélagi Íslands þar sem hvatt er til þátttöku í Hreyfivikunni, Move week, sem fram fer á þessu ári 22. - 28. maí.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu eins og undanfarin ár og að framlag til þess verði kr. 50.000 sem verði tekið af lið 06.83.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 201509104Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að auglýsingasamningi við Körfuknattleiksdeild Hattar. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 11. nóvember 2015, en þá lagði nefndin til að deildinni yrði veittur styrkur að upphæð kr. 250.000 sem tekinn yrði af lið 0689.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fyrirliggjandi samningur verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201511035Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að samningar við eftirfarandi íþróttafélög verði endurnýjaðir:
Íþróttafélagið Hött, Hött rekstrarfélag, Ungmennafélagið Þristinn og Akstursíþróttaklúbbinn Start.
Einnig felur nefndin formanni og starfsmanni nefndarinnar að ganga frá nýjum samningi við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs til eins árs. Jafnframt óskar nefndin eftir að fulltrúar golfklúbbsins mæti á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ

Málsnúmer 201601165Vakta málsnúmer

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að fyrirliggjandi samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar félagsins af íþróttahúsinu í Fellabæ, verði endurnýjaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Þrekstuðningur við afreksfólk í íþróttum

Málsnúmer 201509091Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um stuðning sveitarfélagsins við afreksfólk til að ná hámarksárangri í sinni íþróttagrein undir stjórn þjálfara.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fyrirliggjandi reglur verður samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

Málsnúmer 201510014Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að breyttu gjaldskrárfyrirkomulagi í Héraðsþrek. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. október 2015.

Málið er í vinnslu og verður aftur tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar til afgreiðslu.

9.Uppreikningur launaliða 2016

Málsnúmer 201601094Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar endurreiknuð launaáætlun fyrir árið 2016.

10.Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Sameining félagsmiðstöðva

Málsnúmer 201512092Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 þar sem fram kemur óánægja með sameiningu félagsmiðstöðvanna Afreks og Nýungar og að ekki hafi verið haft samráð við unglinga um málið.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar ábendinguna en telur að samráð hafi verið haft við unglinga í sveitarfélaginu þar sem upphaflega kom tillaga frá ungmennaráði um sameiningu félagsmiðstöðvanna, gerð var skoðanakönnun meðal unglinga sveitarfélagsins um sameiningu og haldinn var opinn fundur um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.