Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ

Málsnúmer 201601165

Íþrótta- og tómstundanefnd - 17. fundur - 27.01.2016

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að fyrirliggjandi samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar félagsins af íþróttahúsinu í Fellabæ, verði endurnýjaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta og tómstundanefnd og samþykkir að fyrirliggjandi samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar félagsins af íþróttahúsinu í Fellabæ, verði endurnýjaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 26. fundur - 14.12.2016

Fyrir liggur Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fyrirliggjandi samningur við Skotfélagið um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ verði framlengdur til ársloka 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Fyrir liggur Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar af íþróttahúsinu í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarráð að fyrirliggjandi samningur við Skotfélagið um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ, verði framlengdur til ársloka 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.