Íþrótta- og tómstundanefnd

26. fundur 14. desember 2016 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Reglur um stuðning Fljótsdalshéraðs við afreksfólk í íþróttum til að ná hámarksárangri í sinni íþrót

Málsnúmer 201611055

Fyrir liggja Reglur um stuðning Fljótsdalshéraðs við afreksfólk í íþróttum til að ná hámarksárangri í sinni íþróttagrein undir stjórn þjálfara. Reglur þessar, sem staðfestar voru í bæjarstjórn 3. febrúar 2016, skulu nú teknar til endurskoðunar.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að núgildandi reglur verði óbreyttar fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Líkamsrækt á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201610081

Fyrir liggur bréf dagsett 27. október 2016 frá CF Austur ehf þar sem m.a. kemur fram ósk um að kanna afstöðu sveitarfélagsins til þess að CF Austur kaupi eða taki yfir rekstur Héraðsþreks.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 9. nóvember 2016.

Eftir ítarlega umræðu var málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ

Málsnúmer 201601165

Fyrir liggur Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fyrirliggjandi samningur við Skotfélagið um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ verði framlengdur til ársloka 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Verkefnastjóri íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála

Málsnúmer 201612009

Íþrótta- og tómstundanefnd staðfestir samþykki sitt um fyrirliggjandi starfslýsingu og auglýsingu um verkefnastjóra íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála. Starfið hefur þegar verið auglýst með umsóknarfresti til 21. desember 2016.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur jafnframt til að frá og með áramótum heyri Vegahúsið undir forstöðumann Nýungar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.