Verkefnastjóri íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála

Málsnúmer 201612009

Íþrótta- og tómstundanefnd - 26. fundur - 14.12.2016

Íþrótta- og tómstundanefnd staðfestir samþykki sitt um fyrirliggjandi starfslýsingu og auglýsingu um verkefnastjóra íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála. Starfið hefur þegar verið auglýst með umsóknarfresti til 21. desember 2016.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur jafnframt til að frá og með áramótum heyri Vegahúsið undir forstöðumann Nýungar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og staðfesti samþykki sitt um fyrirliggjandi starfslýsingu og auglýsingu um verkefnastjóra íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála. Starfið hefur þegar verið auglýst með umsóknarfresti til 21. desember 2016.
Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu íþrótta- og tómstundanefnd um að frá og með áramótum heyri Vegahúsið undir forstöðumann Nýungar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 27. fundur - 25.01.2017

Gerð var grein fyrir ráðningu Bylgju Borgþórsdóttur í starf verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði, sem auglýst var til umsóknar með umsóknarfresti til 21. desember 2016.
Alls sóttu 7 um starf verkefnastjóra. Umsækjendur voru auk Bylgju, Birna Björk Reynisdóttir, Katrín Reynisdóttir, Lárus Páll Pálsson, Lovísa Hreinsdóttir, Reynir Hólm Gunnarsson, Sonja Ólafsdóttir.

Íþrótta- og tómstundanefnd býður Bylgju velkomna til starfa.