Reglur um stuðning Fljótsdalshéraðs við afreksfólk í íþróttum til að ná hámarksárangri í sinni íþrót

Málsnúmer 201611055

Íþrótta- og tómstundanefnd - 26. fundur - 14.12.2016

Fyrir liggja Reglur um stuðning Fljótsdalshéraðs við afreksfólk í íþróttum til að ná hámarksárangri í sinni íþróttagrein undir stjórn þjálfara. Reglur þessar, sem staðfestar voru í bæjarstjórn 3. febrúar 2016, skulu nú teknar til endurskoðunar.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að núgildandi reglur verði óbreyttar fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Fyrir liggja Reglur um stuðning Fljótsdalshéraðs við afreksfólk í íþróttum til að ná hámarksárangri í sinni íþróttagrein undir stjórn þjálfara. Reglur þessar, sem staðfestar voru í bæjarstjórn 3. febrúar 2016, skulu nú teknar til endurskoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarráð að núgildandi reglur verði óbreyttar fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.