Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121

Íþrótta- og tómstundanefnd - 18. fundur - 24.02.2016

Fyrir liggur bréf dagsett 3. desember 2015, undirritað af formönnum félaga sem starfa að æskulýðs- og tómstundamálum þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög nýti sér niðurstöður ráðstefnunnar Frítíminn er okkar fag til stefnumótunar í æskulýðsmálum. En starfsfólk sveitarfélagsins sat þá ráðstefnu s.l. haust.

Tómstunda- og forvarnafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir helstu niðurstöður ráðstefnunnar og nokkur verkefni sem hún hefur verið að vinna að. Í framhaldinu var rætt hvort móta beri æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem m.a. forvarnamál væri einn þáttur hennar.
Lagt er til að myndaður verði starfshópur um stefnu sveitarfélagsins í þessum málefnum og skipi hann einn fulltrúi úr hverju framboði. Starfsmaður hópsins verði tómstunda- og forvarnafulltrúi. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Íþrótta- og tómstundanefnd - 19. fundur - 30.03.2016

Adda Steina Haraldsdóttir, tómstunda- og forvarnafulltrúi, sat fundinn undir fyrri hluta þessa liðar.

Adda Steina gerði grein fyrir könnun sem gerð var fyrir páska meðal foreldra um afstöðu til þátttöku barna þeirra í tómstundanámskeiði fyrir börn á aldrinum 10 - 12 ára.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að tómstundanámskeið fyrir börn á aldringum 10-12 ára, sem stýrt er af tómstunda og forvarnafulltrúa og forstöðumanni félagsmiðstöðvar verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.

Síðan var farið yfir mótun æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið. Málið var til umræðu á síðasta fundi nefndarinnar. Þá var rætt hvort móta beri æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem m.a. forvarnamál væri einn þáttur hennar.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi einstaklingar skipi starfshóp um gerð stefnu í æskulýðsmálum fyrir sveitarfélagið: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Árni Ólason, Þorgeir Arason, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir. Starfshópurinn skipi sér formann. Starfsmaður hópsins verði tómstunda- og forvarnafulltrúi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að tómstundanámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, sem stýrt er af tómstunda og forvarnafulltrúa og forstöðumanni félagsmiðstöðvar verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.


Íþrótta- og tómstundanefnd fór yfir mótun æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið. Málið var til umræðu á síðasta fundi nefndarinnar. Þá var rætt hvort móta beri æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem m.a. forvarnamál væri einn þáttur hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi einstaklingar skipi starfshóp um gerð stefnu í æskulýðsmálum fyrir sveitarfélagið: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Árni Ólason, Þorgeir Arason og Margrét Dögg Guðgeirsdóttir. Starfshópurinn skipi sér formann. Starfsmaður hópsins verði tómstunda- og forvarnafulltrúi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 20.04.2016

Á síðasta fundi íþrótta- tómstundanefndar var skipað í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins.

Þar sem ungmennaráðið telur sig hafa töluverða innsýn í málefni ungs fólks, óskar ráðið eftir að fá að tilnefna fulltrúa í starfshópinn og mun gera það á næsta fundi ráðsins ef beiðni kemur um slíkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að beina erindi ungmennaráðs til íþrótta og tómstundanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 21. fundur - 25.05.2016

Á fundi bæjarstjórnar 4. maí 2016 var eftirfarandi bókun ungmennaráðs, frá 20. apríl 2016, varðandi skipan í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins, beint til íþrótta- og tómstundanefndar: "Þar sem ungmennaráðið telur sig hafa töluverða innsýn í málefni ungs fólks, óskar ráðið eftir að fá að tilnefna fulltrúa í starfshópinn og mun gera það á næsta fundi ráðsins ef beiðni kemur um slíkt."

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar ungmennaráði ábendinguna og leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi þessi tilnefndur í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Á fundi bæjarstjórnar 4. maí 2016 var eftirfarandi bókun ungmennaráðs, frá 20. apríl 2016, varðandi skipan í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins, beint til íþrótta- og tómstundanefndar: "Þar sem ungmennaráðið telur sig hafa töluverða innsýn í málefni ungs fólks, óskar ráðið eftir að fá að tilnefna fulltrúa í starfshópinn og mun gera það á næsta fundi ráðsins ef beiðni kemur um slíkt."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd, þakkar ungmennaráði ábendinguna og leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi þessi tilnefndur í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 13.10.2016

Á fundi ungmennaráðs 20. apríl 2016 var þess óskað að ráðið fengi að tilnefna fulltrúa í starfshóp um gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.
Á fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 var tekið undir tillögu íþrótta og tómstundanefndar um að ungmennaráðið tilnefni á næsta fundi sínum fulltrúa í starfshópinn.

Einn fulltrúi ungmennaráðs gaf kost á sér til starfa í starfshópnum, Rebekka Karlsdóttir og var það samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Á fundi ungmennaráðs 20. apríl 2016 var þess óskað að ráðið fengi að tilnefna fulltrúa í starfshóp um gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.
Á fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 var tekið undir tillögu íþrótta og tómstundanefndar um að ungmennaráðið tilnefni á næsta fundi sínum fulltrúa í starfshópinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu ungmennaráðs um að Rebekka Karlsdóttir verði fulltrúi ungmennaráðs í starfshópnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.