Íþrótta- og tómstundanefnd

19. fundur 30. mars 2016 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121Vakta málsnúmer

Adda Steina Haraldsdóttir, tómstunda- og forvarnafulltrúi, sat fundinn undir fyrri hluta þessa liðar.

Adda Steina gerði grein fyrir könnun sem gerð var fyrir páska meðal foreldra um afstöðu til þátttöku barna þeirra í tómstundanámskeiði fyrir börn á aldrinum 10 - 12 ára.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að tómstundanámskeið fyrir börn á aldringum 10-12 ára, sem stýrt er af tómstunda og forvarnafulltrúa og forstöðumanni félagsmiðstöðvar verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.

Síðan var farið yfir mótun æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið. Málið var til umræðu á síðasta fundi nefndarinnar. Þá var rætt hvort móta beri æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem m.a. forvarnamál væri einn þáttur hennar.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi einstaklingar skipi starfshóp um gerð stefnu í æskulýðsmálum fyrir sveitarfélagið: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Árni Ólason, Þorgeir Arason, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir. Starfshópurinn skipi sér formann. Starfsmaður hópsins verði tómstunda- og forvarnafulltrúi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201511035Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt til að myndaður verði starfshópur sem vinna skal drög að nýjum samningi og framtíðasýn um golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Samningsdrög skulu liggja fyrir fyrir 15. september 2016 og tekin til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fulltrúar Fljótsdalshéraðs skipi eftirtaldir aðilar: Adda Birna Hjálmarsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson og Gunnar Þór Sigurbjörnsson. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur þegar tilnefnt sína fulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Greinargerð fimleikadeildar Hattar vegna keppnisútbúnaðar

Málsnúmer 201603037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2. mars 2016, frá Önnu Dís Jónsdóttur, f.h. fimleikadeild Hattar, ásamt samantekt um keppnisáhöld sem þurfa að vera til staðar vegna mótahalds í fimleikum, í íþróttamiðstöðinni, svo og hvaða keppnisáhöld eru til og hvað vantar.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðað verði með fyrirkomulag eignarhalds fimleikabúnaðar í íþróttamiðstöðinni. Málið verði tekið til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um styrk vegna torfærukeppna.

Málsnúmer 201602161Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni, dagsett 26. febrúar 2016, frá Ólafi Braga Jónssyni vegna þátttöku í Íslandsmeistaramóti í torfæru, bílasýningu í Bretlandi og sýningarkeppni í Bandaríkjunum.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Ólafur Bragi verði styrktur til þátttöku í heimsmeistarakeppni á Hellu í sumar um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tour de Ormurinn 2016, beiðni um stuðning við hjólreiðakeppnina

Málsnúmer 201603136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um styrk, frá undirbúningshópi, til að halda hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn 2016.

Íþrótta og tómstundanefnd tekur vel í erindið en óskar eftir kostnaðar- og fjármögnunaráætlun fyrir verkefnið, samkvæmt umsóknareyðublaði á heimasíðu sveitarfélagsins. Málið verður tekið fyrir þegar áætlunin hefur borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Frístund opin á sumrin fyrir nemendur yngsta stigs

Málsnúmer 201601010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að frístund sé opin í sumar fyrir nemendur yngsta stigs.

Erindið var tekið fyrir í fræðslunefnd 8. mars 2016 og vísað til íþrótta- og tómstundanefndar með ósk um að kanna möguleika á hvort slík starfsemi fari ekki vel með annarri sumarstarfsemi á vegum nefndarinnar.

Íþrótta og tómstundanefnd þakkar fyrir framkomna tillögu og leggur til að hún verði tekin til skoðunar við gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201603079Vakta málsnúmer

Til umræðu var starfsáætlun nefndarinnar sem tekin verður til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

8.Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2016

Málsnúmer 201603132Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.