Frístund opin á sumrin fyrir nemendur yngsta stigs

Málsnúmer 201601010

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 08.03.2016

Fræðslunefnd telur erindið áhugavert og vísar því til íþrótta- og tómstundanefndar að kanna möguleika á hvort slík starfsemi fari ekki vel með annarri sumarstarfsemi á þeirra vegum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og telur erindið áhugavert og vísar því til íþrótta- og tómstundanefndar að kanna möguleika á hvort slík starfsemi fari ekki vel með annarri sumarstarfsemi á þeirra vegum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 19. fundur - 30.03.2016

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að frístund sé opin í sumar fyrir nemendur yngsta stigs.

Erindið var tekið fyrir í fræðslunefnd 8. mars 2016 og vísað til íþrótta- og tómstundanefndar með ósk um að kanna möguleika á hvort slík starfsemi fari ekki vel með annarri sumarstarfsemi á vegum nefndarinnar.

Íþrótta og tómstundanefnd þakkar fyrir framkomna tillögu og leggur til að hún verði tekin til skoðunar við gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að frístund sé opin í sumar fyrir nemendur yngsta stigs.

Erindið var tekið fyrir í fræðslunefnd 8. mars 2016 og vísað til íþrótta- og tómstundanefndar með ósk um að kanna möguleika á hvort slík starfsemi fari ekki vel með annarri sumarstarfsemi á vegum nefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar fyrir framkomna tillögu og leggur til að hún verði tekin til skoðunar við gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið, en bendir á að að ekki er gert ráð fyrir þessum lið í fjárhagsáætlun ársins 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.