Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

231. fundur 08. mars 2016 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Árni Ólason varamaður
  • Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri tók þátt i fundinum undir 1. lið á dagskránni. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Sigríður Dóra Halldórsdóttir og Hlín Stefánsdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 2-8. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Hrefna Egilsdóttir og Þorvaldur Benediktsson Hjarðar tóku þátt í fundinum undir liðum 7-15 á fundinum.

Í upphafi fundar fór fundarstjóri fram á að fá að gera breytingu á útsendri dagskrá fundarins þannig að bætti verði við liðnum "Brúarásskóli - breyting á skóladagatali" sem verði liður 10 og liðir eftir það færist til í samræmi við það. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Brúarásskóli - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201603026

Stefanía Malen Stefánsdóttir fór yfir niðurstöðu á launalið Brúarásskóla 2015.

Lagt fram til kynningar.

2.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

3.Skólaakstur 2016-2017

Málsnúmer 201512027

Farið yfir skilgreiningu á þeim akstursleiðum sem á að bjóða út í því útboði sem er fyrihugað á skólaakstri. Miðað verði við að skólaakstur verði í hverfisskóla.

Fræðslunefnd leggur til að akstursleiðin Egilstaðir - Brúarás verði áfram skilgreind sem almenningssamgöngur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Frístund opin á sumrin fyrir nemendur yngsta stigs

Málsnúmer 201601010

Fræðslunefnd telur erindið áhugavert og vísar því til íþrótta- og tómstundanefndar að kanna möguleika á hvort slík starfsemi fari ekki vel með annarri sumarstarfsemi á þeirra vegum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201603047

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri segir lausri stöðu sinni frá og með 1. september nk. Fræðslunefnd þakkar Sigurlaugu langt og farsælt starf í þágu skóla sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fræðslufulltrúa falið að auglýsa eftir skólastjóra sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Egilsstaðaskóli - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201603024

Sigurlaug Jónasdóttir fylgdi eftir niðurstöðu á launalið Egilsstaðaskóla 2015.

Lagt fram til kynningar.

7.Fellaskóli - húsnæðismál

Málsnúmer 201602040

Sverrir Gestsson kynnti stöðu mála í framhaldi af fyrri umfjöllun á fundum nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

8.Fellaskóli - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201603025

Sverrir Gestsson fylgdi eftir skýringum á niðurstöðu á launalið í Fellaskóla 2015.

Lagt fram til kynningar.

9.Brúarásskóli - breyting á skóladagatali

Málsnúmer 201603063

Stefanía Malen Stefánsdóttir, kynnti þá breytingu sem gerð verður á skóladagatali Brúarásskóla. Breytingin felst í að þriðjudagurinn 29. mars verður almennur skóladagur (var skráður endurmenntunardagur) og í staðinn verður miðvikudagurinn 20. apríl endurmenntunardagur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Starfslýsing fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201603023

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, kynnti breytta starfslýsingu fræðslufulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

11.Auglýsingar um laus störf í skólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201603034

Rætt um framkvæmd á auglýsingum á lausum störfum í skólum. Lagt til að málið verði rætt á sameiginlegum fundi skólastjórnenda nú í mars.

Lagt fram til kynningar.

12.Sameiginlegir þættir á skóladagatölum skólastofnana á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201603027

Grunnskólarnir leggja áherslu á að geta sett inn endurmenntunardaga á starfstíma skóla, helst þannig að þeir séu tveir á hverju skólaári.

Leikskólarnir leggja áherslu á að vetrarfrísdagar grunnskóla falli ekki á starfsdaga í leikskólum.

Fræðslunefnd fer fram á að sem flestir starfsdagar séu sameiginlegir í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


13.Reglur um vistunartíma/skilatímar í leikskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201601198

Hlín Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, kynnti niðurstöður frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna. Fræðslunefnd felur leikskólastjórum að fjalla um niðurstöður frá fundi foreldraráða á næsta sameiginlega fundi sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Undirbúningstími kennara á leikskólum / kaffitímar

Málsnúmer 201601197

Vegna túlkunar á kjarasamningi leikskólakennara liggur fyrir að ekki má láta kaffitíma reiknast inn í undirbúningstíma.

Fyrir fundinum lá greinargerð frá Sigríði Herdísi Pálsdóttur, skólastjóra Tjarnarskógar, en þar er unnt að skipuleggja undirbúning þannig að þetta hafi ekki áhrif á mönnun eins og málum er háttað nú.

Í Hádegishöfða er ekki hægt að komast hjá örlítilli viðbótarmönnun vegna þessa. Fjárhagsleg áhrif til hækkunar á árinu 2016 eru áætluð um kr. 100.000. Endanleg áhrif verði skoðuð síðar á árinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


15.Tjarnarskógur - húsnæðismál

Málsnúmer 201603028

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar, kynnti erindið. Fræðslunefnd leggur til að skýrslurnar verði sendar til foreldra til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

16.Tjarnarskógur - launaáætlun 2016

Málsnúmer 201603035

Sigríður Herdís Pálsdóttir, fylgdi eftir erindinu og kynnti að vegna ófyrirséðra forfalla má gera ráð fyrir hækkun á samþykktri launaáætlun. Fræðslunefnd felur skólastjóra að reyna að mæta þessum ófyriséða kostnaði með hagsýni það sem eftir lifir árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Tjarnarskógur - skipulagsdagur í apríl

Málsnúmer 201603029

Sigríður Herdís Pálsdóttir, kynnti erindið sem varðar framkvæmd á skipulagsdegi sem skráður er á skóladagatal 22. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.