Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri segir lausri stöðu sinni frá og með 1. september nk. Fræðslunefnd þakkar Sigurlaugu langt og farsælt starf í þágu skóla sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fræðslufulltrúa falið að auglýsa eftir skólastjóra sem fyrst.
Fram kom að Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri hefur sagt lausri stöðu sinni frá og með 1. september nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar Sigurlaugu langt og farsælt starf í þágu skóla sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fræðslufulltrúa falið að auglýsa sem fyrst eftir skólastjóra.
Fyrir fundinum lá greinargerð frá Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, þar sem gerð er grein fyrir vinnuferli vegna ráðningar skólastjóra Egilsstaðaskóla frá og með skólaárinu 2016-2017, en þrír umsækjendur sóttu um starfið. Niðurstaðan er að Ruth Magnúsdóttir, núverandi aðstoðarskólastjóri, verður ráðin í starfið. Fræðslunefnd óskar Ruth til hamingju og velfarnaðar í starfi.
Á fundi Fræðslunefndar lá fyrir greinargerð bæjarstjóra varðandi vinnuferlið við ráðningu skólastjóra Egilsstaðaskóla frá og með skólaárinu 2016 - 2017. Þrír umsækjendur voru um starfið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn staðfestir ráðningu Ruthar Magnúsdóttur, núverandi aðstoðarskólastjóra, í starf skólastjóra Egilsstaðaskóla og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Fræðslufulltrúa falið að auglýsa eftir skólastjóra sem fyrst.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.