Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

233. fundur 26. apríl 2016 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir og Þorvaldur Benediktsson Hjarðar mættu á fundinn undir lið 1. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Þórey Birna Jónsdóttir og Hlín Stefánsdóttir mættu á fundinn undir liðum 2-4. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir mættu á fundinn undir lið 5 og auk þess sat Daníel Arason fundinn undir þeim lið.

1.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201603047Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá greinargerð frá Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, þar sem gerð er grein fyrir vinnuferli vegna ráðningar skólastjóra Egilsstaðaskóla frá og með skólaárinu 2016-2017, en þrír umsækjendur sóttu um starfið. Niðurstaðan er að Ruth Magnúsdóttir, núverandi aðstoðarskólastjóri, verður ráðin í starfið. Fræðslunefnd óskar Ruth til hamingju og velfarnaðar í starfi.

Lagt fram til kynningar.

2.Reglur um vistunartíma/skilatímar í leikskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201601198Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur til að framkvæmd sektarákvæðis þegar börn koma of snemma eða eru sótt of seint miðað við umsaminn skólatíma verði breytt þannig að aðeins verði veitt ein áminning á mánuði og síðan verði lögð á sekt í hvert sinn komi foreldrar aftur of snemma eða seint með börn sín í mánuðnum.

Reglum leikskóla verði breytt í samræmi við þetta og þær lagðar fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fæðisgjöld í leikskólunum Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201604135Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd þakkar erindið en áréttar að verðmyndun mánaðargjalds fyrir fæði í leikskóla miðast við heildarfjölda skóladaga og er því jafnað á mánuði ársins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Uppgjör 2015 - leik- og tónlistarskólar

Málsnúmer 201604134Vakta málsnúmer

Sigríður Herdís Pálsdóttir fór yfir skýríngar á rekstrarliðum leikskólans Tjarnarskógar þar sem niðurstaða ársins 2015 er umfram áætlun.

Ekki eru gerðar athugasemdir við niðurstöður á rekstrarliðum annarra leikskóla eða tónlistarskólanna.

Lagt fram til kynningar.

5.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur til sameiningu Tónlistarskólans í Fellabæ og Tónlistarskólans á Egilsstöðum undir nafninu Tónlistarskóli Fljótsdalshéraðs. Skólinn skal hafa tvær starfsstöðvar í Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Skólinn skal starfa frá og með næsta skólaári, haustið 2016.

Fellt með 3 atkvæðum (HEG, SS, GI), 2 samþykkja (DÞS, AÁ).

Fulltrúar L-lista (Aðalsteinn Ásmundsson)og D-lista (Davíð Þór Sigurðarson) samþykkja fyrirlagða tillögu um sameiningu Tónlistarskólans í Fellabæ og Tónlistarskólans á Egilsstöðum með þeim rökum sem komið hafa fram í umræðu nefndarinnar síðustu misseri. Telja fulltrúar listanna að fleiri tækifæri felist í sameiningu en ógnanir.
Einnig er það sýnt og rökstutt að bæði faglegur, félagslegur og fjárhagslegur ávinningur getur hlotist af þessari sameiningu. Til stuðning þessu er vísað til frekari gagna í greinargerð sem fylgir þessari bókun.

Fulltrúar Á-lista (Hrund Erla Guðmundsdóttir og Soffía Sigurjónsdóttir)og fulltrúi B-lista (Gunnhildur Ingvarsdóttir) gerðu grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

Í niðurstöðum skýrslunnar, Skólastarf á Fljótsdalshéraði, úttekt á grunn- og tónlistarskólum er lagt til að tónlistarskólarnir á Egilsstöðum og Fellabæ verði sameinaðir. Í skýrslunni er gert er ráð fyrir hagræðingu vegna sameiningar þar sem einungis verði einn skólastjóri við nýja stofnun. Sú fullyrðing stenst ekki, stjórnunarhlutfall sameinaðs skóla yrði um 170%, sem er mjög svipað því sem er í dag og að auki myndu laun stjórnenda hækka vegna stærðar skóla. Skólastjóri ber ábyrgð á rekstri skólans sem og faglegu starfi og til að geta staðið undir þeirri ábyrgð fylgir stöðunni vald. Hann gæti ákveðið að eðlilegast væri að hafa, aðstoðarskólastjóra á Egilsstöðum og deildarstjóra í Fellabæ. Ef sú yrði raunin myndi það kalla á aukinn kostnað þegar tillit er tekið til kennsluþáttarins.

Markmiðið með sameiningunni samkvæmt skýrslunni er einnig að einfalda stjórnun. Okkar mat er að stjórnun minni eininga geti verið bæði liprari og skilvirkari. Samstarfið við grunnskólanna verði markvissara með skólastjóra í báðum skólum. Í skýrslunni er faglegur og félagslegur ávinningur m.a. sagður vera fækkun boðleiða, aukið samstarf, sameiginlegt skóladagatal og sameiginleg skólanámsskrá. Boðleiðirnar fækka vissulega gagnvart stjórnsýslunni en á kostnað skólastarfsins að okkar mati. Boðleiðirnar milli skólastjóra, kennara, nemanda og foreldra eru þær boðleiðir sem við metum meira. Í skýrslunni kemur einnig fram að foreldrar séu ánægðir með tónlistaskólastarfið eins og það er í dag.

Í breytingum eins og þeim sem lagðar eru til í skýrslunni eru óvissuþættir. Einn af þeim eru hvort um eina eða tvær starfsstöðvar/útibú sé að ræða þegar skólarnir eru sitt hvoru megin við fljótið. Okkar mat er að starfstöðvarnar hljóti að vera tvær, sem kallar á aksturskostnað. Fyrirliggjandi útreikningarnir eru á stjórnunarkostnaði, aksturskostnaður og áhrif vegna kennsluþáttar stjórnenda er ekki inn í þeim tölum sem settar hafa verið fram. Útreikningar sem tiltaka lægra stjórnunarhlutfall en það sem er kjarasamningsbundið eru villandi. Heildarkostnaðaráhrif sameiningar hafa ekki verið sett fram í tölum.

Í umræðum á fræðslunefndarfundum, bæði með skólastjórum og tónlistarskólakennurum, var farið yfir kosti og galla sameiningar. Fleiri raddir voru á því að ekki væri ávinningur af því að sameina skólana. Umræðurnar á þessum fundum gáfu ekki tilefni til að fara í breytingu á skipulagi skólanna.

Upp úr stendur eftir þessa vinnu að við eigum að sýna því gríðarlega góða starfi sem unnið er í tónlistarskólunum hér á Fljótsdalshéraði virðingu. Reynslan af sameiningu tónlistarskóla hér á Fljótsdalshéraði hafa ekki gefið góða raun samanber sameininguna á tónlistarskólum á Egilsstöðum og Hallormsstað. Ekki er sýnt fram á með óyggjandi hætti að fjárhagslegur ávinningur verði við sameiningu og engin rök fyrir faglegum né félagslegum ávinningi.

Okkar niðurstaða er eins og einn viðmælanda okkar í umræðunni orðaði það "don?t, break up a winning team".

6.Starfsáætlun fræðslunefndar 2016

Málsnúmer 201604035Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun fræðslunefndar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.