Reglur um vistunartíma/skilatímar í leikskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201601198

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 26.01.2016

Guðmunda Vala Jónasdóttir kynnti erindið.

Mál í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 08.03.2016

Hlín Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, kynnti niðurstöður frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna. Fræðslunefnd felur leikskólastjórum að fjalla um niðurstöður frá fundi foreldraráða á næsta sameiginlega fundi sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 26.04.2016

Fræðslunefnd leggur til að framkvæmd sektarákvæðis þegar börn koma of snemma eða eru sótt of seint miðað við umsaminn skólatíma verði breytt þannig að aðeins verði veitt ein áminning á mánuði og síðan verði lögð á sekt í hvert sinn komi foreldrar aftur of snemma eða seint með börn sín í mánuðnum.

Reglum leikskóla verði breytt í samræmi við þetta og þær lagðar fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að framkvæmd sektarákvæðis þegar börn koma of snemma eða eru sótt of seint miðað við umsaminn skólatíma, verði breytt þannig að aðeins verði veitt ein áminning á mánuði og síðan verði lögð á sekt í hvert sinn komi foreldrar aftur of snemma með börn sín eða sæki þau of seint í mánuðinum.
Bæjarstjórn mælist til að reglum leikskóla verði breytt í samræmi við þetta og þær lagðar fyrir fræðslunefnd og síðan bæjarstjórn til samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.