Hlín Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, kynnti niðurstöður frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna. Fræðslunefnd felur leikskólastjórum að fjalla um niðurstöður frá fundi foreldraráða á næsta sameiginlega fundi sínum.
Fræðslunefnd leggur til að framkvæmd sektarákvæðis þegar börn koma of snemma eða eru sótt of seint miðað við umsaminn skólatíma verði breytt þannig að aðeins verði veitt ein áminning á mánuði og síðan verði lögð á sekt í hvert sinn komi foreldrar aftur of snemma eða seint með börn sín í mánuðnum.
Reglum leikskóla verði breytt í samræmi við þetta og þær lagðar fyrir nefndina.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að framkvæmd sektarákvæðis þegar börn koma of snemma eða eru sótt of seint miðað við umsaminn skólatíma, verði breytt þannig að aðeins verði veitt ein áminning á mánuði og síðan verði lögð á sekt í hvert sinn komi foreldrar aftur of snemma með börn sín eða sæki þau of seint í mánuðinum. Bæjarstjórn mælist til að reglum leikskóla verði breytt í samræmi við þetta og þær lagðar fyrir fræðslunefnd og síðan bæjarstjórn til samþykktar.
Mál í vinnslu.