Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

229. fundur 26. janúar 2016 kl. 17:00 - 20:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Sigríður Dóra Halldórsdóttir og Hlín Stefánsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-4 og Sigríður Herdís Pálsdóttir sat fundinn undir lið1.

Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir sátu fundinn undir liðum 5-8 og auk þeirra mættu skólastjórar tónlistarskólanna undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega og sátu síðan jafnframt undir lið 8.

1.Tjarnarskógur - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201601202

Sigríður Herdís Pálsdóttir, leikskólastjóri, lagði fram greinargerð þar sem gerð er grein fyrir þeim mun sem er á uppgjöri launa og samþykktri áætlun.

Lagt fram til kynningar.

2.Hádegishöfði - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201601203

Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri, fór yfir niðurstöðu á launaliðum í leikskólanum Hádegishöfða fyrir árið 2015.

Lagt fram til kynningar.

3.Undirbúningstími kennara á leikskólum / kaffitímar

Málsnúmer 201601197

Guðmunda Vala Jónasdóttir kynnti erindið sem byggir á erindi frá Félagi leikskólakennara vegna skipulags undirbúningstíma kennara þegar kaffitími fellur innan undirbúningstímans.

Ljóst er að þessu kann að fylgja aukinn launakostnaður. Fræðslunefnd fer þess á leit við leikskólastjórana að þeir skoði hvort svo sé og þá hvaða upphæð kunni að vera um að ræða. Málið komi þá til afgreiðslu í nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Reglur um vistunartíma/skilatímar í leikskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201601198

Guðmunda Vala Jónasdóttir kynnti erindið.

Mál í vinnslu.

5.Tónlistarskólinn í Fellabæ - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201601205

Drífa Sigurðardóttir fór yfir niðurstöður á launalið fyrir árið 2015.

Lagt fram til kynningar.

6.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201601204

Daníel Arason fór yfir niðurstöður á launaliðum fyrir 2015.

Lagt fram til kynningar.

7.Tónlistarskólinn í Brúarási - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201601206

Jón Arngrímsson kynnti niðurstöður á launaliðum vegna 2015.

Lagt fram til kynningar.

8.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Mál í vinnslu.

9.Uppreikningur launaliða 2016

Málsnúmer 201601094

Lagt fram til kynningar.

10.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar

Fundi slitið - kl. 20:30.