Undirbúningstími kennara á leikskólum / kaffitímar

Málsnúmer 201601197

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 26.01.2016

Guðmunda Vala Jónasdóttir kynnti erindið sem byggir á erindi frá Félagi leikskólakennara vegna skipulags undirbúningstíma kennara þegar kaffitími fellur innan undirbúningstímans.

Ljóst er að þessu kann að fylgja aukinn launakostnaður. Fræðslunefnd fer þess á leit við leikskólastjórana að þeir skoði hvort svo sé og þá hvaða upphæð kunni að vera um að ræða. Málið komi þá til afgreiðslu í nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 08.03.2016

Vegna túlkunar á kjarasamningi leikskólakennara liggur fyrir að ekki má láta kaffitíma reiknast inn í undirbúningstíma.

Fyrir fundinum lá greinargerð frá Sigríði Herdísi Pálsdóttur, skólastjóra Tjarnarskógar, en þar er unnt að skipuleggja undirbúning þannig að þetta hafi ekki áhrif á mönnun eins og málum er háttað nú.

Í Hádegishöfða er ekki hægt að komast hjá örlítilli viðbótarmönnun vegna þessa. Fjárhagsleg áhrif til hækkunar á árinu 2016 eru áætluð um kr. 100.000. Endanleg áhrif verði skoðuð síðar á árinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.