Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

232. fundur 12. apríl 2016 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Í upphafi óskaði formaður eftir að fá heimild fundarins til að bæta liðnum "Menningarstefna Fljótsdalshéraðs" á dagskrá fundarins sem 11. lið og liðurinn "Skýrsla fræðslufulltrúa" verði þá liður liður 12. Samþykkt samhljóða.

Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-3. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir og Þorvaldur Benediktsson Hjarðar mættu á fundinn undir liðum 4-8.

1.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Tónlistarkennararnir Charles Ross, Hafþór Snjólfur Helgason, Margrét Lára Þórarinsdóttir, Suncana Slamnig og Torvald Gjerde mættu á fundinn undir þessum lið auk áheyrnarfulltrúa tónlistarskóla Berglindar Halldórsdóttur og Drífu Sigurðardóttur.

Formaður bauð fundarmenn og gesti velkomna og kynnti stuttlega megintillögur í þeim hluta úttektarskýrslunnar sem snúa að málefnum tónlistarskólanna.

Fræðslunefnd þakkar tónlistarkennurunum komuna og þær hugmyndir og ábendingar sem þeir hafa lagt inn í umræðuna.

2.Húsnæðismál Tónlistarskólans í Fellabæ

Málsnúmer 201604034

Drífa Sigurðardóttir kynnti stöðu mála varðandi húsnæðismál Tónlistarskólans í Fellabæ en ákveðið var að loka húsnæði Tónlistarskólans á efri hæð Fellaskóla frá páskum til loka skólaársins. Kennslan fer fram á þeim stöðum í húsnæði Fellaskóla sem aðgengi er að hverju sinni auk þess húsnæðis sem Tónlistarskólinn hefur í kjallara.

Lagt fram til kynningar.

3.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - starfsmannamál

Málsnúmer 201604057

Lagt fram til kynningar.

4.Skólaakstur 2016-2017

Málsnúmer 201512027

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þann hluta útboðs-og verklýsingarinnar sem fjalla um skólaakstur í fyrirliggjandi gögnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Uppgjör 2015 - Fellaskóli

Málsnúmer 201604043

Sverrir Gestsson mætti á fundinn og fylgdi eftir niðurstöðum á rekstrarliðum Fellaskóla 2015.

Lagt fram til kynningar.

6.Uppgjör 2015 - Brúarásskóli

Málsnúmer 201604042

Fræðslufulltrúi fylgdi eftir niðurstöðum á rekstrarliðum Brúársskóla 2015.

Lagt fram til kynningar.

7.Uppgjör 2015 - Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 201604041

Sigurlaug Jónasdóttir fylgdi eftir niðurstöðum á rekstrarliðum Egilsstaðaskóla 2015.

Lagt fram til kynningar.

8.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201603047

Fræðslufulltrúi kynnti stöðu mála vegna ráðningar skólastjóra Egilsstaðaskóla.

Lagt fram til kynningar.

9.Fræðslusvið - launaþróun 2016

Málsnúmer 201604040

Lagt fram yfirlit yfir launaþróun á fræðslusviði janúar til mars 2016.

Lagt fram til kynningar.

10.Starfsáætlun fræðslunefndar 2016

Málsnúmer 201604035

Formaður fór yfir starfsáætlun síðasta árs og ræddi liði sem eiga heima í starfsáætlun nefndarinnar 2016.

Lagt fram til kynningar.

11.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs lögð fram til umsagnar. Fræðslufulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við atvinnu- og menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.