Sameiginlegir þættir á skóladagatölum skólastofnana á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201603027

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 08.03.2016

Grunnskólarnir leggja áherslu á að geta sett inn endurmenntunardaga á starfstíma skóla, helst þannig að þeir séu tveir á hverju skólaári.

Leikskólarnir leggja áherslu á að vetrarfrísdagar grunnskóla falli ekki á starfsdaga í leikskólum.

Fræðslunefnd fer fram á að sem flestir starfsdagar séu sameiginlegir í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Grunnskólarnir leggja áherslu á að geta sett inn endurmenntunardaga á starfstíma skóla, helst þannig að þeir séu tveir á hverju skólaári.

Leikskólarnir leggja áherslu á að vetrarfrísdagar grunnskóla falli ekki á starfsdaga í leikskólum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fer fram á að sem flestir starfsdagar séu sameiginlegir í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.