Tjarnarskógur - launaáætlun 2016

Málsnúmer 201603035

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 08.03.2016

Sigríður Herdís Pálsdóttir, fylgdi eftir erindinu og kynnti að vegna ófyrirséðra forfalla má gera ráð fyrir hækkun á samþykktri launaáætlun. Fræðslunefnd felur skólastjóra að reyna að mæta þessum ófyriséða kostnaði með hagsýni það sem eftir lifir árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri, fylgdi eftir erindinu í fræðslunefnd og kynnti að vegna ófyrirséðra forfalla má gera ráð fyrir hækkun á samþykktri launaáætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og felur leikskólastjóra að reyna að mæta þessum ófyrirséða kostnaði með hagsýni það sem eftir lifir árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.