Tour de Ormurinn 2016, beiðni um stuðning við hjólreiðakeppnina

Málsnúmer 201603136

Íþrótta- og tómstundanefnd - 19. fundur - 30.03.2016

Fyrir liggur beiðni um styrk, frá undirbúningshópi, til að halda hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn 2016.

Íþrótta og tómstundanefnd tekur vel í erindið en óskar eftir kostnaðar- og fjármögnunaráætlun fyrir verkefnið, samkvæmt umsóknareyðublaði á heimasíðu sveitarfélagsins. Málið verður tekið fyrir þegar áætlunin hefur borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 20. fundur - 27.04.2016

Fyrir liggur beiðni um styrk, frá undirbúningshópi, til að halda hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn 2016.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 30. mars 2016.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem verði tekið af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Fyrir liggur beiðni um styrk, frá undirbúningshópi, til að halda hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn 2016.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 30. mars 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem verði tekið af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.