Íþrótta- og tómstundanefnd

20. fundur 27. apríl 2016 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Skáknámskeið fyrir börn og unglinga

Málsnúmer 201604112

Fyrir liggur tölvupóstur frá Birki Karli Sigurðssyni með tilboði um að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem verði tekið af lið 0689, þ.e. ef af námskeiðinu verður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tour de Ormurinn 2016, beiðni um stuðning við hjólreiðakeppnina

Málsnúmer 201603136

Fyrir liggur beiðni um styrk, frá undirbúningshópi, til að halda hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn 2016.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 30. mars 2016.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem verði tekið af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Selskógur, útivistarsvæði

Málsnúmer 201604138

Til umræðu voru hugmyndir um Selskóg sem útivistarsvæði, m.a. hugmyndir sem komið hafa fram á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.

Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi.

4.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

Málsnúmer 201604030

Íþrótta og tómstundanefnd tekur vel í uppsetningu upplýsingaskiltis á svæðinu framan við Hettuna á Vilhjálmsvelli. Nefndin leggur til að einnig verði unnið að því að koma þar fyrir minnismerki / útilistaverki í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Formanni og starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201603079

Fyrir liggja drög að starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar.

Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir starfsáætlun nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.