Til umræðu voru hugmyndir um Selskóg sem útivistarsvæði, m.a. hugmyndir sem komið hafa fram á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað. Málið var einnig á dagskrá síðasta fundi nefndarinnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til, að m.a. í ljósi þess að fjöldi hugmynda liggja fyrir um notkun Selskógar sem útivistarsvæðis, verði fenginn hönnuður, landslagsarkitekt eða nemi sem vinni að lokaverkefni til að teikna upp og kostnaðargreina uppbyggingu í Selskóginum sem útivistar- og afþreyingarsvæði. Nefndin beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að gert verði ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar svæðisins til næstu ára.
Til umræðu á fundi íþrótta- og tómstundanefndar voru hugmyndir um Selskóg sem útivistarsvæði, m.a. hugmyndir sem komið hafa fram á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað. Málið var einnig á dagskrá síðasta fundi nefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn telur verkefni áhugavert og leggur til að málinu verði vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fer með opin svæði í umsjón sveitarfélagsins, í tengslum við aðra vinnu við Selskóg.
Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi.