Íþrótta- og tómstundanefnd

21. fundur 25. maí 2016 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Bókun frjálsíþróttadeildar Hattar vegna undirbúningsvinnu við byggingu fimleikahúss

Málsnúmer 201605009

Fyrir liggur bókun aðalfundar frjálsíþróttadeildar Hattar frá 14. mars 2016 þar sem fram koma óskir um að í tengslum við undirbúningsvinnu við byggingu fimleikahúss verði gert ráð fyrir að í nánustu framtíð komist einnig fyrir innan húsnæðisins æfingaaðstaða fyrir frjálsíþróttafólk, með tartanbrautum, langstökksgryfju og kastaðstöðu.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að málið verði skoðað í tengslum við hugmyndir um byggingu fimleikahúss en leggur áherslu á að þetta tefji ekki framgang byggingar fimleikahúss. Málinu að öðru leyti vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121

Á fundi bæjarstjórnar 4. maí 2016 var eftirfarandi bókun ungmennaráðs, frá 20. apríl 2016, varðandi skipan í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins, beint til íþrótta- og tómstundanefndar: "Þar sem ungmennaráðið telur sig hafa töluverða innsýn í málefni ungs fólks, óskar ráðið eftir að fá að tilnefna fulltrúa í starfshópinn og mun gera það á næsta fundi ráðsins ef beiðni kemur um slíkt."

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar ungmennaráði ábendinguna og leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi þessi tilnefndur í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Selskógur, útivistarsvæði

Málsnúmer 201604138

Til umræðu voru hugmyndir um Selskóg sem útivistarsvæði, m.a. hugmyndir sem komið hafa fram á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað. Málið var einnig á dagskrá síðasta fundi nefndarinnar.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til, að m.a. í ljósi þess að fjöldi hugmynda liggja fyrir um notkun Selskógar sem útivistarsvæðis, verði fenginn hönnuður, landslagsarkitekt eða nemi sem vinni að lokaverkefni til að teikna upp og kostnaðargreina uppbyggingu í Selskóginum sem útivistar- og afþreyingarsvæði. Nefndin beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að gert verði ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar svæðisins til næstu ára.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal 10. maí 2016

Málsnúmer 201605095

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 10. maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

5.Beiðni um styrk vegna kjördæmamóts í bridge á Hallormsstað

Málsnúmer 201605116

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 5. maí 2016, frá Guttormi Kristmannssyni, f.h. Bridgesambands Austurlands, þar sem óskað er eftir styrk vegna kjördaæmamóts í bridge á Hallormsstað dagana 21. - 22. maí.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201604165

Fyrir liggur styrkumsókn frá Freyfaxa vegna æskulýðsstarfsemi félagsins. Einnig starfsskýrsla æskulýðsnefndar fyrir árið 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Freyfaxi verði styrkur um kr. 120.000 vegna æskulýðsstarfsemi sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Urriðavatnssund /umsókn um styrk

Málsnúmer 201605093

Fyrir liggur styrkumsókn frá Urriðavatssundi vegna sundkeppni í samnefndu vatni.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði að lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um ferðastyrk til Runavíkur

Málsnúmer 201605012

Auglýstur var í apríl til umsóknar styrkur sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum, með það að markmiði m.a. að efla samstarf á milli íþróttafélaga í báðum sveitarfélögum. Umsóknarfrestur rann út 2. maí. Ein umsókn barst, frá fimleikadeild Hattar.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að fimleikadeild Hattar verði styrkt um kr. 100.000 sem notaðar verði í ferðakostnað til Runavíkur. Nefndin óskar eftir að fá kynningu eða greinargerð um heimsóknina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fundargerð vallaráðs frá 18. maí 2016

Málsnúmer 201605133

Fyrir liggur fundargerð vallaráðs frá 18. maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fyrir liggja drög að ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 sem samþykktur var í bæjarráði 9. maí 2016.

Í vinnslu og tekið fyrir á næsta fundi. Óskað er eftir að forstöðumenn sem undir nefndina heyra mæti á fundinn.

Fundi slitið - kl. 19:30.