Auglýstur var í apríl til umsóknar styrkur sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum, með það að markmiði m.a. að efla samstarf á milli íþróttafélaga í báðum sveitarfélögum. Umsóknarfrestur rann út 2. maí. Ein umsókn barst, frá fimleikadeild Hattar.
Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að fimleikadeild Hattar verði styrkt um kr. 100.000 sem notaðar verði í ferðakostnað til Runavíkur. Nefndin óskar eftir að fá kynningu eða greinargerð um heimsóknina.
Auglýstur var í apríl til umsóknar styrkur sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum, með það að markmiði m.a. að efla samstarf á milli íþróttafélaga í báðum sveitarfélögum. Umsóknarfrestur rann út 2. maí. Ein umsókn barst, frá fimleikadeild Hattar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að fimleikadeild Hattar verði styrkt um kr. 100.000, sem tekið verður af lið 2151 og notaðar verði í ferðakostnað til Runavíkur. Óskað er eftir því að íþrótta- og tómstundanefnd fái kynningu eða greinargerð um heimsóknina.
Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að fimleikadeild Hattar verði styrkt um kr. 100.000 sem notaðar verði í ferðakostnað til Runavíkur. Nefndin óskar eftir að fá kynningu eða greinargerð um heimsóknina.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.