Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

Málsnúmer 201604030

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45. fundur - 12.04.2016

Erindi dagsett 30.03.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hönd Hattar og Þjónustusamfélagsins á Héraði, að setja upp skilti á svæði Vilhjálmsvallar þar sem gerð er grein fyrir afreki Vilhjálms Einarssonar í máli og myndum. Skiltið verður 150 cm á breidd og 70 cm á hæð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins og kallar eftir frekari útfærslu á nýrri hugmynd sem komin er fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 20. fundur - 27.04.2016

Íþrótta og tómstundanefnd tekur vel í uppsetningu upplýsingaskiltis á svæðinu framan við Hettuna á Vilhjálmsvelli. Nefndin leggur til að einnig verði unnið að því að koma þar fyrir minnismerki / útilistaverki í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Formanni og starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46. fundur - 27.04.2016

Erindi dagsett 30.03.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hönd Hattar og Þjónustusamfélagsins á Héraði, að setja upp skilti á svæði Vilhjálmsvallar þar sem gerð er grein fyrir afreki Vilhjálms Einarssonar í máli og myndum. Fyrir liggur hugmynd að annarri staðsetningu og útfærslu en þeirri sem kynnt var á fundi þann 14.04.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.
Nefndin óskar eftir að endanleg staðsetning og nánari útfærsla ásamt kostnaðaráætlun verði lögð fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Erindi dagsett 30.03.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hönd Hattar og Þjónustusamfélagsins á Héraði, að setja upp skilti á svæði Vilhjálmsvallar þar sem gerð er grein fyrir afreki Vilhjálms Einarssonar í máli og myndum. Fyrir liggur hugmynd að annarri staðsetningu og útfærslu en þeirri sem kynnt var á fundi þann 14.04.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 22. fundur - 08.06.2016

Íþrótta og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna áfram að gerð útlistaverks í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir og í samstarfi við Hött. Nefndinn leggur jafnframt til að varið verði kr. 300.000 til verksins af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og felur starfsmanni að vinna áfram að gerð útlistaverks í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir og í samstarfi við Hött. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að varið verði kr. 300.000 til verksins af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég fagna hugmyndinni og þróun hennar í meðförum þeirra aðila sem að henni hafa komið. Ég vil þó benda á að telja verður heppilegt að leitað verði samstarfs við fagfólk á sviði myndlistar um útfærslu þess.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Lögð er fram kostnaðaráætlun á tillögu að minnisvarða / útilistaverki sem minnast þess að síðar á þessu ári verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikum í Melborne, erindið var síðast á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 27.4.2016.

Kostnaðaráætlun lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir staðsetningu verksins, að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Lögð er fram kostnaðaráætlun á tillögu að minnisvarða / útilistaverki í tilefni þess að síðar á þessu ári verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikum í Melbourne. Erindið var síðast á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 27.4. 2016. Kostnaðaráætlunin lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn staðsetningu verksins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.