Erindi dagsett 30.03.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hönd Hattar og Þjónustusamfélagsins á Héraði, að setja upp skilti á svæði Vilhjálmsvallar þar sem gerð er grein fyrir afreki Vilhjálms Einarssonar í máli og myndum. Skiltið verður 150 cm á breidd og 70 cm á hæð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins og kallar eftir frekari útfærslu á nýrri hugmynd sem komin er fram.
Íþrótta og tómstundanefnd tekur vel í uppsetningu upplýsingaskiltis á svæðinu framan við Hettuna á Vilhjálmsvelli. Nefndin leggur til að einnig verði unnið að því að koma þar fyrir minnismerki / útilistaverki í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Formanni og starfsmanni falið að vinna málið áfram.
Erindi dagsett 30.03.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hönd Hattar og Þjónustusamfélagsins á Héraði, að setja upp skilti á svæði Vilhjálmsvallar þar sem gerð er grein fyrir afreki Vilhjálms Einarssonar í máli og myndum. Fyrir liggur hugmynd að annarri staðsetningu og útfærslu en þeirri sem kynnt var á fundi þann 14.04.2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda. Nefndin óskar eftir að endanleg staðsetning og nánari útfærsla ásamt kostnaðaráætlun verði lögð fyrir nefndina.
Erindi dagsett 30.03.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hönd Hattar og Þjónustusamfélagsins á Héraði, að setja upp skilti á svæði Vilhjálmsvallar þar sem gerð er grein fyrir afreki Vilhjálms Einarssonar í máli og myndum. Fyrir liggur hugmynd að annarri staðsetningu og útfærslu en þeirri sem kynnt var á fundi þann 14.04.2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Íþrótta og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna áfram að gerð útlistaverks í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir og í samstarfi við Hött. Nefndinn leggur jafnframt til að varið verði kr. 300.000 til verksins af lið 0689.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og felur starfsmanni að vinna áfram að gerð útlistaverks í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir og í samstarfi við Hött. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að varið verði kr. 300.000 til verksins af lið 0689.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun: Ég fagna hugmyndinni og þróun hennar í meðförum þeirra aðila sem að henni hafa komið. Ég vil þó benda á að telja verður heppilegt að leitað verði samstarfs við fagfólk á sviði myndlistar um útfærslu þess.
Lögð er fram kostnaðaráætlun á tillögu að minnisvarða / útilistaverki sem minnast þess að síðar á þessu ári verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikum í Melborne, erindið var síðast á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 27.4.2016.
Kostnaðaráætlun lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir staðsetningu verksins, að öðru leiti lagt fram til kynningar.
Lögð er fram kostnaðaráætlun á tillögu að minnisvarða / útilistaverki í tilefni þess að síðar á þessu ári verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikum í Melbourne. Erindið var síðast á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 27.4. 2016. Kostnaðaráætlunin lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn staðsetningu verksins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins og kallar eftir frekari útfærslu á nýrri hugmynd sem komin er fram.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.