Íþrótta- og tómstundanefnd

22. fundur 08. júní 2016 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál yrði tekið inn á fundinn og var það samþykkt sem liður 4.

1.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Á fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 var óskað eftir að nefndir sveitarfélagsins sendi bæjarráði fyrir sumarleyfi hugmyndir að umfjöllunarefnum á aðalfundi SSA sem haldinn verður 7.-8. október á þessu ári.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að til umræðu á aðalfundi SSA í haust verði eftirfarandi:
- Flugkostnaður vegna keppnisferða

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar.

Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn félagsmiðstöðva og íþróttamiðstöðvar.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að fjárhagsætlun 2017 til bæjarráðs. Nefndin vekur athygli á því að áætlun nefndarinnar er umfram ramma sem gefinn var út í vor sem helgast fyrst og fremst af kjarasamningsbundnum launahækkunum. Nefndin gerir ráð fyrir að fá áætlunina aftur til umfjöllunar í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ærslabelgur við Íþróttamiðstöðina

Málsnúmer 201606005

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem vakin er athygli á því að við hlið sundlaugarinnar, utan girðingar, væri kjörið að staðsetja "ærslabelg" (loftdýnu til að hoppa á).

Íþrótta og tómstundanefnd þakkar fyrir góða hugmynd. Nefndin telur þessa staðsetningu fyrir ærslabelg ekki henta m.a. vegna þess að gefið hefur verið leyfi fyrir uppbyggingu körfuboltavallar á svæðinu. Hugmyndin verður samt tekin til skoðunar við skipulag Selskógar sem útivistar- og leiksvæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

Málsnúmer 201604030

Íþrótta og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna áfram að gerð útlistaverks í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir og í samstarfi við Hött. Nefndinn leggur jafnframt til að varið verði kr. 300.000 til verksins af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.