Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

50. fundur 20. apríl 2016 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Karen Ósk Björnsdóttir aðalmaður
  • Brynjar Þorri Magnússon varamaður
  • Mikael Arnarsson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Reynir Hólm Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Forvarnadagurinn 2016

Málsnúmer 201603082Vakta málsnúmer

Farið var yfir dagskrá forvarnadagsins sem haldinn verður 6. maí með samvinnu við grunnskólana á Fljótsdalshéraði og Menntaskólann á Egilsstöðum. Á dagskrá verður fræðsluerindi um grasneyslu, smiðjur m.a. um "sexting" og hópefli. Um kvöldið verður lokaball grunnskóla Fljótsdalshéraðs, unglingastig, á Iðavöllum.

Rætt um að heppilegt væri að á mánudeginum færi fram forvarnafræðsla og umræður um geðheilbrigði og grasneyslu og tengslin þar á milli, í umsjónartímum í ME. Ungmennaráð óskar eftir því að stjórnendur ME taki málið til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Erindi um málefni ungmennaráða

Málsnúmer 201604100Vakta málsnúmer

Fyrir lá tölvupóstur frá Norræðu upplýsingaskrifstofunni á Akureyri þar sem vakin er athygli á að 2. maí er í boði að senda ungmenni á fund með ungum dönskum ráðgjafa varðandi málefni ungmennaráða, á Akureyri.

Ungmennaráð er tilbúið til að bjóða einum fulltrúa frá Fljótsdalshéraði til að sækja fundinn sér að kostnaðarlausu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi íþrótta- tómstundanefndar var skipað í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins.

Þar sem ungmennaráðið telur sig hafa töluverða innsýn í málefni ungs fólks, óskar ráðið eftir að fá að tilnefna fulltrúa í starfshópinn og mun gera það á næsta fundi ráðsins ef beiðni kemur um slíkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:00.