Forvarnadagurinn 2016

Málsnúmer 201603082

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 49. fundur - 23.03.2016

Hvað er hægt að gera á forvarnadeginum 6. maí?

- Umræður um hvað eigi að fjalla um á forvarnadeginum. Geðheilbrigði, Sjálfsvíg. Þarf að fara varlega að málunum.
- Þarf að ákveða hvað verði nákvæmlega tekið fyrir. Umræður um grasfræðslu hvort það geti verið. Sammála um að það þyrfti ekki að vera en mætti vera.
- Tillaga lögð fram hvort að hægt væri að hafa aðalkvöldið á fimmtudeginum, heppnaðist vel í fyrra.
- Þarf að involvera menntaskólann meira inn í daginn. Meira fyrir grunnskólann en má ekki vera þannig, verður að fá menntaskólann meira inn.

Hvað mynduð þið vilja sjá:
- Tillaga um hvort hægt væri að fá krakka til að tala af reynslu ? jafningjafræðsla. Hjálpar mikið, tengingar.
- Bæði fyrirlestur frá fagaðila og frá jafnaldra/jafningjafræðslu

- Tillaga um að gerð verði forvarnarvika. Hægt að gera áhugavert og skemmtilegt þó að undirtónninn sé alvarlegur. Hægt að koma alvarlegum málefnum frá sér á léttan hátt.
- 5. Maí er frídagur (fimmtudagurinn) ? umræður um hvort að hann henti. En ýmislegt hægt að gera til að hvetja menntskælinga til þátttöku. Til dæmis hægt að hafa eitthvað um að vera á miðvikudagskvöldinu.
- Mögulegt að fáir myndu mæta á fyrirlestur á föstudeginum ? Dimmisjón á föstudeginum og ball um kvöldið.
- Passa að það verði ekki bara grunnskólinn með þennan dag.
- Vilja að skólarnir taki meiri þátt í fjármögnun fyrir daginn.
- Passa þarf upp á að fjármagn ungmennaráðs skiptist jafnt til menntskælinga og þeirra i grunnskólanum.
- Tillaga um að gert verði myndband.
- Tillaga um að hafður verði vinnudagur fyrir forvarnadaginn. Tekið mjög vel í það og samþykkt einróma ? dagsetning ákveðin síðar en lagt til að farið verði í skipulagningu sem fyrst svo að nægur tími verði til undirbúnings.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 20.04.2016

Farið var yfir dagskrá forvarnadagsins sem haldinn verður 6. maí með samvinnu við grunnskólana á Fljótsdalshéraði og Menntaskólann á Egilsstöðum. Á dagskrá verður fræðsluerindi um grasneyslu, smiðjur m.a. um "sexting" og hópefli. Um kvöldið verður lokaball grunnskóla Fljótsdalshéraðs, unglingastig, á Iðavöllum.

Rætt um að heppilegt væri að á mánudeginum færi fram forvarnafræðsla og umræður um geðheilbrigði og grasneyslu og tengslin þar á milli, í umsjónartímum í ME. Ungmennaráð óskar eftir því að stjórnendur ME taki málið til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 20.05.2016

Á fundinn undir þessum lið mætti Árni Pálsson, forstöðumaður Nýungar, sem fór yfir framkvæmd forvarnadagsins sem haldinn var nýlega í Egilsstaðaskóla.

Árni og Reynir frá Nýung munu taka saman niðurstöður forvarnadagsins og leggja fyrir nýtt ungmennaráð sem kosið verður í haust.

Í framhaldinu var rætt um hlutverk ungmennaráðs og fulltrúar þess sammála um mikilvægi þess. Ráðið leggur áherslu á að næsta haust verði starfsemi þessi kynnt vel í öllum skólum sveitarfélagsins og að þeir sem veljist til starfa í ráðinu séu þar af heilum hug.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Á fundi ungmennaráðs undir þessum lið mætti Árni Pálsson, forstöðumaður Nýungar, sem fór yfir framkvæmd forvarnadagsins sem haldinn var nýlega í Egilsstaðaskóla.
Árni og Reynir frá Nýung munu taka saman niðurstöður forvarnadagsins og leggja fyrir nýtt ungmennaráð sem kosið verður í haust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og leggur áherslu á að næsta haust verði starfsemi ungmennaráðs kynnt vel í öllum skólum sveitarfélagsins og að þeir sem veljist til starfa í ráðinu séu þar af heilum hug.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.