Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

51. fundur 20. maí 2016 kl. 16:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Atli Berg Kárason aðalmaður
  • Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir aðalmaður
  • Gabríel Arnarsson aðalmaður
  • Karen Ósk Björnsdóttir aðalmaður
  • Mikael Arnarsson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Árndís Birgitta Georgsdóttir
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Forvarnadagurinn 2016

Málsnúmer 201603082

Á fundinn undir þessum lið mætti Árni Pálsson, forstöðumaður Nýungar, sem fór yfir framkvæmd forvarnadagsins sem haldinn var nýlega í Egilsstaðaskóla.

Árni og Reynir frá Nýung munu taka saman niðurstöður forvarnadagsins og leggja fyrir nýtt ungmennaráð sem kosið verður í haust.

Í framhaldinu var rætt um hlutverk ungmennaráðs og fulltrúar þess sammála um mikilvægi þess. Ráðið leggur áherslu á að næsta haust verði starfsemi þessi kynnt vel í öllum skólum sveitarfélagsins og að þeir sem veljist til starfa í ráðinu séu þar af heilum hug.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Þar sem þetta er síðasti fundur ungmennaráðs sem kosið var til starfa síðast liðið haust, þakkar Fljótsdalshérað fulltrúunum kærlega fyrir samstarfið og vel unnin störf.

Fundi slitið - kl. 17:00.